Bounty-súkkulaði er í uppáhaldi hjá mörgum en hér er á ferð lágkolvetna útgáfa af þessu vinsæla sælgæti.
Kókosstykki – Hráefni:
2 bollar kókosmjöl
½ bolli kókosrjómi
1/3 bolli sæta, til dæmis erythritol
1/3 bolli kókosolía
Súkkulaði – Hráefni:
170 g sykurlaust súkkulaði, grófsaxað
2 tsk. kókosolía
1–2 dropar Stevia (má sleppa)
Aðferð:
Setjið plastfilmu í form sem er sirka 26 sinnum 26 sentímetra stórt. Setjið öll hráefnin í kókosstykkin í matvinnsluvél og blandið vel saman þar til blandan minnir á kökudeig. Þrýstið blöndunni í formið og passið að hún sé mjög þétt. Frystið í 10 mínútur, takið síðan úr frystinum og takið massann úr forminu. Notið beittan hníf til að skera í tuttugu bita. Setjið súkkulaði og kókosolíu í skál sem þolir örbylgjuofn. Bræðið í þrjátíu sekúndna hollum þar til allt er bráðnað. Bætið Stevia dropum við ef vill. Dýfið hverju kókosstykki í súkkulaði og raðið á bakka sem þakinn er smjörpappír. Frystið aftur í 10 mínútur, eða þar til súkkulaðið er storknað. Þessi stykki endast í ísskáp í fjórar vikur og enn lengur í frysti.