fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Matur

Helgarnammið: Lágkolvetna Bounty-súkkulaði

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Föstudaginn 8. febrúar 2019 16:30

Hollustunammi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bounty-súkkulaði er í uppáhaldi hjá mörgum en hér er á ferð lágkolvetna útgáfa af þessu vinsæla sælgæti.

Lágkolvetna Bounty-súkkulaði

Kókosstykki – Hráefni:

2 bollar kókosmjöl
½ bolli kókosrjómi
1/3 bolli sæta, til dæmis erythritol
1/3 bolli kókosolía

Súkkulaði – Hráefni:

170 g sykurlaust súkkulaði, grófsaxað
2 tsk. kókosolía
1–2 dropar Stevia (má sleppa)

Aðferð:

Setjið plastfilmu í form sem er sirka 26 sinnum 26 sentímetra stórt. Setjið öll hráefnin í kókosstykkin í matvinnsluvél og blandið vel saman þar til blandan minnir á kökudeig. Þrýstið blöndunni í formið og passið að hún sé mjög þétt. Frystið í 10 mínútur, takið síðan úr frystinum og takið massann úr forminu. Notið beittan hníf til að skera í tuttugu bita. Setjið súkkulaði og kókosolíu í skál sem þolir örbylgjuofn. Bræðið í þrjátíu sekúndna hollum þar til allt er bráðnað. Bætið Stevia dropum við ef vill. Dýfið hverju kókosstykki í súkkulaði og raðið á bakka sem þakinn er smjörpappír. Frystið aftur í 10 mínútur, eða þar til súkkulaðið er storknað. Þessi stykki endast í ísskáp í fjórar vikur og enn lengur í frysti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
29.03.2024

Þessar matartegundir er hjálplegt að borða áður en þú ferð að djamma

Þessar matartegundir er hjálplegt að borða áður en þú ferð að djamma
Matur
18.03.2024

Rjómalagað pasta með kjúkling og sveppum

Rjómalagað pasta með kjúkling og sveppum
Matur
18.11.2023

„Sælkerar landsins! Sjá ég færi ykkur fögnuð“

„Sælkerar landsins! Sjá ég færi ykkur fögnuð“
Matur
05.11.2023

Guðdómleg perubaka

Guðdómleg perubaka