fbpx
Laugardagur 22.febrúar 2025
Matur

Barbíkjúpítsa sem bjargar föstudagskvöldinu

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Föstudaginn 8. febrúar 2019 13:00

Hver stendur á bak við þetta?

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er komin helgi einu sinni enn sem þýðir að margir ætla að hafa kósí kvöld í kvöld og gera vel við sig. Hér er á ferð æðislega helgarpítsa sem kemur öllum í gott skap.

Barbíkjúpítsa

Hráefni:

2 meðalstór, tilbúin pítsadeig (eða búa til sitt eigið – sjá uppskrift hér)
2 bollar kjúklingur, rifinn niður í bita
¾ bolli barbíkjúsósa
1 bolli rifinn ostur
¼ rauðlaukur, skorinn þunnt
1/3 bolli cheddar ostur, rifinn
chili flögur (má sleppa)
2 msk. ferskt kóríander, saxað

Aðferð:

Hitið ofninn í 250°C. Setjið smjörpappír á tvær ofnplötur, fletjið pítsadeigið út og setjið á plöturnar. Blandið kjúklingi og ¼ bolla af barbíkjúsósu saman í skál. Skiptið restinni af sósunni á milli pítsubotnanna, síðan kjúklingablöndunni. Dreifið síðan rifnum osti og rauðlauk yfir og því næst cheddar osti. Stráið chili flögum yfir cheddar ostinn og bakið pítsurnar í 20 til 25 mínútur. Skreytið með kóríander og berið fram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
02.09.2024

Vonsvikin með viðbragðstíma Wolt og vældi í netverjum – Viðbrögðin líklega meiri vonbrigði

Vonsvikin með viðbragðstíma Wolt og vældi í netverjum – Viðbrögðin líklega meiri vonbrigði
Matur
02.09.2024

Vel heppnað Kjúklingafestival

Vel heppnað Kjúklingafestival
Matur
01.04.2024

Tveir veitingastaðir koma nýir á listann yfir þá 10 bestu í Reykjavík

Tveir veitingastaðir koma nýir á listann yfir þá 10 bestu í Reykjavík
Matur
29.03.2024

Þessar matartegundir er hjálplegt að borða áður en þú ferð að djamma

Þessar matartegundir er hjálplegt að borða áður en þú ferð að djamma