Ketó-mataræðið er gríðarlega vinsælt um þessar mundir og því er matseðill vikunnar fyrir þá sem forðast kolvetni í sínu lífi.
Uppskrift af Diet Doctor
Hráefni:
30 g smjör eða olía
700 g hvítur fiskur í bitum
salt og pipar
4 msk. smjör eða sýrt smjör
2 msk. rautt eða grænt „curry paste“
400 g kókosrjómi
1/2 bolli ferskt kóríander, saxað
425 blómkál eða brokkolí
Aðferð:
Hitið ofninn í 200°C. Smyrjið meðalstórt eldfast mót með 30 grömmum af smjöri eða olíu. Raðið fisknum í botninn, saltið og piprið og dreifið úr 4 matskeiðum af smjöri ofan á fiskinn. Blandið „curry paste“, kókosrjóma og kóríander vel saman í skál og hellið yfir fiskinn. Bakið í 20 mínútur. Skerið blómkál eða brokkolí smátt og sjóðið í saltvatni. Berið fram með fiskinum.
Uppskrift af Diet Doctor
Hráefni:
700 g kjúklingur án beina
30 g smjör
90 g pestó (rautt eða grænt)
1 1/4 bolli rjómi
90 g ólífur
140 g feta ostur í teningum
1 hvítlauksgeiri, smátt saxaður
salt og pipar
Aðferð:
Hitið ofninn í 200°C. Skerið kjúklinginn í bita og saltið og piprið. Bræðið smjörið yfir meðalhita í stórri pönnu og steikið kjúklinginn. Blandið pestói og rjóma saman í skál. Setjið eldaðan kjúklinginn í eldfast mót ásamt ólíum, feta osti og hvítlauk. Hellið pestósósunni yfir. Bakið í 20 til 30 mínútur og berið fram.
Uppskrift af Cast Iron Keto
Hráefni:
450 g kjúklingahakk
1 paprika, smátt söxuð
1 jalapeño pipar, smátt saxaður
1/2 laukur, smátt saxaður
handfylli kóríander, saxað
1 msk. taco krydd
safi úr 1/2 súraldin
1 bolli rifinn ostur að eigin vali
3 msk. olía
salsa sósa, rifinn ostur, sýrður rjómi, jalapeño pipar og kóríander til að bera fram með
Aðferð:
Stillið ofninn á grillstillingu. Blandið hakki, grænmeti, kryddi, súraldinsafa og rifnum osti vel saman í skál. Hitið olíuna yfir meðalhita í stórri pönnu. Búið til bollur úr hakkblöndunni og steikið í 2 til 3 mínútur á hvorri hlið. Hellið salsa eða pasta sósu í pönnuna og drissið rifnum osti yfir. Setjið inn í ofn í 3 til 5 mínútur. Skreytið með sýrðum rjóma, kóríander og jalapeño.
Uppskrift af Low Carb Maven
Hráefni:
150 g beikon, eldað og saxað
450 g spínat
6 stór egg
55 g laukur, skorinn þunnt
3/4 bolli rjómi
225 g rifinn ostur að eigin vali
3/4 tsk. salt
1/4 tsk. pipar
smá múskat
1 tsk. sítrónubörkur (má sleppa)
Aðferð:
Smyrjið kökuform eða eldfast mót og stillið ofninn á 175°C. Setjið öll hráefnin í skál og blandið vel saman. Hellið í formið og dreifið úr blöndunni. Bakið í 40 mínútur og berið strax fram.
Uppskrift af Cooking LSL
Hráefni:
2 msk. ólífuolía eða smjör
1/4 bolli laukur, saxaður
2 hvítlauksgeirar, smátt saxaðir
1/2 tsk. salt
1/8 tsk. pipar
1 tsk. pestó (má sleppa)
1/2 tsk. þurrkað oreganó
1 tsk. þurrkað basil
1 msk. tómatpúrra (má sleppa)
2 dósir maukaðir tómatar
1 tsk. erythritol (má sleppa)
3 bollar vatn
1/2 bolli rjómi
2/3 bolli feta ostur í teningum
Aðferð:
Hitið olíu eða smjör í stórum potti yfir meðalhita. Bætið lauk út í og steikið í 2 mínútur. Bætið hvítlauk út í og steikið í 1 mínútu til viðbótar. Bætið tómötum, salti, pipar, pestó, oreganó, basil, púrru og vatni vel saman við og náið upp suðu. Bætið sætu við. Látið malla í 20 mínútur. Maukið súpuna með töfrasprota og bætið rjóma og feta osti saman við. Eldið í 1 mínútu til viðbótar. Smakkið til og berið fram.