Hamborgarar eru vinsæll matur, en hér er á ferð súpa sem endurgerir hamborgara í súpuformi.
Hráefni:
1 msk. ólífuolía
450 g nautahakk
salt og pipar
1 laukur, saxaður
2 meðalstórar kartöflur, skornar í teninga
2 meðalstórar gulrætur, þunnt skornar
2 sellerístilkar, þunnt skornir
4 hvítlauksgeirar, smátt saxaðir
2 msk. tómatpúrra
4 bollar kjúklingasoð
1 dós maukaðir tómatar
1 tsk. ítalskt krydd
½ bolli maískorn
½ tsk. sinnep
fersk steinselja, söxuð (til að skreyta)
súrar gúrkur (til að skreyta)
Aðferð:
Hitið olíuna í stórum potti yfir meðalhita. Bætið hakki út í og eldið í um 8 mínútur. Kryddið með salti og pipar. Takið hakkið úr pottinum og setjið á disk til hliðar. Bætið lauk, kartöflum, gulrótum, sellerí og hvítlauk í pottinn og saltið og piprið. Hrærið reglulega í blöndunni og eldið í um fimm mínútur. Bætið púrru saman við og eldið í 1 mínútu til viðbótar. Setjið hakkið aftur í pottinn. Hellið soðinu og tómötum saman við og hrærið vel. Kryddið með ítölsku kryddi og eldið í um 10 mínútur. Bætið maís saman við og eldið í 1 mínútu til viðbótar. Setjið í skálar og skreytið með steinselju og súrum gúrkum.