fbpx
Mánudagur 13.janúar 2025
Matur

Stórfurðuleg súpa sem svínvirkar

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Fimmtudaginn 7. febrúar 2019 14:00

Þessi er góð.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hamborgarar eru vinsæll matur, en hér er á ferð súpa sem endurgerir hamborgara í súpuformi.

Hamborgarasúpa

Hráefni:

1 msk. ólífuolía
450 g nautahakk
salt og pipar
1 laukur, saxaður
2 meðalstórar kartöflur, skornar í teninga
2 meðalstórar gulrætur, þunnt skornar
2 sellerístilkar, þunnt skornir
4 hvítlauksgeirar, smátt saxaðir
2 msk. tómatpúrra
4 bollar kjúklingasoð
1 dós maukaðir tómatar
1 tsk. ítalskt krydd
½ bolli maískorn
½ tsk. sinnep
fersk steinselja, söxuð (til að skreyta)
súrar gúrkur (til að skreyta)

Aðferð:

Hitið olíuna í stórum potti yfir meðalhita. Bætið hakki út í og eldið í um 8 mínútur. Kryddið með salti og pipar. Takið hakkið úr pottinum og setjið á disk til hliðar. Bætið lauk, kartöflum, gulrótum, sellerí og hvítlauk í pottinn og saltið og piprið. Hrærið reglulega í blöndunni og eldið í um fimm mínútur. Bætið púrru saman við og eldið í 1 mínútu til viðbótar. Setjið hakkið aftur í pottinn. Hellið soðinu og tómötum saman við og hrærið vel. Kryddið með ítölsku kryddi og eldið í um 10 mínútur. Bætið maís saman við og eldið í 1 mínútu til viðbótar. Setjið í skálar og skreytið með steinselju og súrum gúrkum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
18.07.2024

Skíthæll í Costco vekur hlátur

Skíthæll í Costco vekur hlátur
Matur
13.07.2024

Ertu með frábæra uppskrift að brauðtertu? Þá getur þú orðið Íslandsmeistari og fengið glæsileg verðlaun

Ertu með frábæra uppskrift að brauðtertu? Þá getur þú orðið Íslandsmeistari og fengið glæsileg verðlaun
Matur
28.01.2024

Olympíuleikarnir í matreiðslu hefjast á laugardag – Íslenska kokkalandsliðið ætlar í verðlaunasæti

Olympíuleikarnir í matreiðslu hefjast á laugardag – Íslenska kokkalandsliðið ætlar í verðlaunasæti
Matur
25.01.2024

Eldabuskan breytir matarvenjum fólks

Eldabuskan breytir matarvenjum fólks
Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn