Þessar morgunverðarmúffur eru algjörlega dásamlegar – æðisleg blanda af hindberjum og súraldin.
Toppur – Hráefni:
2 tsk. súraldinbörkur, rifinn
1/3 bolli sykur
1/4 bolli hveiti
4 msk. smjör, skorið í teninga
Aðferð:
Blandið þurrefnum saman í skál og vinnið smjörið saman við með höndunum. Geymið í ísskáp á meðan þið búið til múffudeigið.
Múffur – Hráefni:
2 bollar + 2 msk. hveiti
1 1/2 tsk. lyftiduft
1/2 tsk. salt
115 g mjúkt smjör
1 bolli sykur
2 msk. súraldinbörkur, rifinn
1 stórt egg
1/2 tsk. vanilludropar
1/2 bolli + 2 msk. nýmjólk
2 msk. súraldinsafi
1/4 bolli hindberjasulta
Aðferð:
Hitið ofninn í 200°C. Blandið hveiti, lyftidufti og salti saman í skál og setjið til hliðar. Þeytið smjörið í nokkrar mínútur í annarri skál og blandið sykri og berki saman við. Blandið egginu síðan saman við. Blandið vanilludropum, mjólk og súraldinsafa saman í lítilli skál. Skiptist síðan á að blanda hveitiblöndunni og mjólkurblöndunni saman við smjörblönduna þar til allt er vel blandað saman. Takið til múffuform og fyllið þau hálf með deigi. Setjið teskeið af sultu í miðju á hverri múffu og setjið smá deig yfir. Stráið toppinum yfir hverja múffu og bakið í 20 mínútur. Leyfið múffunum að kólna áður en þið njótið.