fbpx
Sunnudagur 27.apríl 2025
Matur

Ofurfæða stelur senunni í þessum einfalda rétti

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Miðvikudaginn 6. febrúar 2019 18:00

Litríkur réttur á köldum vetrarkvöldum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sýnt hefur verið fram á ágæti túrmeriks margoft, en það getur til dæmis minnkað bólgur, verið gott fyrir heilann og dregið úr áhættu á hjartasjúkdómum. Túrmerik spilar einmitt stórt hlutverk í þessum einfalda kjúklingarétti sem tekur aðeins hálftíma að elda.

Túrmerik kjúklingur

Hráefni:

1 msk. kókosolía
1 laukur, saxaður
2 msk. ferskt túrmerik (hægt að skipta út fyrir 1 tsk. þurrkað túrmerik)
650 g kjúklingur, skorinn í bita
salt og pipar
1 tsk. þurrkað túrmerik
1½ tsk. þurrkað engifer
¼ bolli kjúklingasoð
1 dós kókosmjólk
1 dós kjúklingabaunir (án vökva)
ferskur kóríander, saxaður

Aðferð:

Bræðið kókosolíu í pönnu yfir meðalhita. Bætið lauk og fersku túrmerik í pönnuna og steikið í þrjár mínútur. Kryddið kjúklinginn með salti, pipar, þurrkuðu túrmeriki og þurrkuðu engiferi. Bætið kjúklingnum á pönnuna og brúnið í þrjár mínútur á hverri hlið. Bætið soði og kókosmjólk saman við og hrærið vel. Látið malla yfir meðalhita í fimm mínútur. Bætið kjúklingabaunum út í og eldið í fimm mínútur til viðbótar. Takið af hitanum og berið fram með ferskum kóríander og jafnvel soðnum hrísgrjónum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
15.12.2024

Hvað er í jólamatinn á Norðurlöndunum? Fjölbreytni og hefðir ráða ríkjum

Hvað er í jólamatinn á Norðurlöndunum? Fjölbreytni og hefðir ráða ríkjum
Matur
17.11.2024

Að tala við „Lækninn í eldhúsinu“ er eins og að eiga samtal við uppskriftabók

Að tala við „Lækninn í eldhúsinu“ er eins og að eiga samtal við uppskriftabók
Matur
10.09.2024

Segir að máltíð dagsins á Subway hafi hækkað um 100% – Hagnaður í fyrra 128 milljónir

Segir að máltíð dagsins á Subway hafi hækkað um 100% – Hagnaður í fyrra 128 milljónir
Matur
02.09.2024

Vonsvikin með viðbragðstíma Wolt og vældi í netverjum – Viðbrögðin líklega meiri vonbrigði

Vonsvikin með viðbragðstíma Wolt og vældi í netverjum – Viðbrögðin líklega meiri vonbrigði
Matur
25.06.2024

Domino’s býður upp á nakta pizzu

Domino’s býður upp á nakta pizzu
Matur
22.06.2024

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar
Matur
03.04.2024

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna
Matur
01.04.2024

Tveir veitingastaðir koma nýir á listann yfir þá 10 bestu í Reykjavík

Tveir veitingastaðir koma nýir á listann yfir þá 10 bestu í Reykjavík