Sýnt hefur verið fram á ágæti túrmeriks margoft, en það getur til dæmis minnkað bólgur, verið gott fyrir heilann og dregið úr áhættu á hjartasjúkdómum. Túrmerik spilar einmitt stórt hlutverk í þessum einfalda kjúklingarétti sem tekur aðeins hálftíma að elda.
Hráefni:
1 msk. kókosolía
1 laukur, saxaður
2 msk. ferskt túrmerik (hægt að skipta út fyrir 1 tsk. þurrkað túrmerik)
650 g kjúklingur, skorinn í bita
salt og pipar
1 tsk. þurrkað túrmerik
1½ tsk. þurrkað engifer
¼ bolli kjúklingasoð
1 dós kókosmjólk
1 dós kjúklingabaunir (án vökva)
ferskur kóríander, saxaður
Aðferð:
Bræðið kókosolíu í pönnu yfir meðalhita. Bætið lauk og fersku túrmerik í pönnuna og steikið í þrjár mínútur. Kryddið kjúklinginn með salti, pipar, þurrkuðu túrmeriki og þurrkuðu engiferi. Bætið kjúklingnum á pönnuna og brúnið í þrjár mínútur á hverri hlið. Bætið soði og kókosmjólk saman við og hrærið vel. Látið malla yfir meðalhita í fimm mínútur. Bætið kjúklingabaunum út í og eldið í fimm mínútur til viðbótar. Takið af hitanum og berið fram með ferskum kóríander og jafnvel soðnum hrísgrjónum.