Það eru ansi margir sem fylgja ketó-mataræðinu þessa dagana, þar sem allur sykur er bannaður og kolvetni í lágmarki. Því erum við spennt að segja ykkur frá því að það er hægt að búa til ketó-vænan marengs – og hér er uppskriftin.
Hráefni:
4 eggjahvítur við stofuhita
6 msk. sæta í duftformi (Swerve, erythritol eða önnur sæta)
½ tsk. vanilludropar
¼ tsk. cream of tartar
1/8 tsk. salt
Aðferð:
Hitið ofninn í 120°C og setjið smjörpappír á tvær ofnplötur. Takið til tandurhreina skál, helst úr gleri eða stáli, og setjið öll hráefni í skálina. Þeytið þar til blandan verður stíf (þó ekki stífþeytt) og glansandi. Búið til tvo stóra hringi úr deiginu á ofnplötunum eða 20 til 24 smákökur. Bakið í 18 til 20 mínútur. Lækkið hitann á ofninum í 95°C og bakið í 18 til 20 mínútur til viðbótar. Slökkvið á ofninum, opnið ofnhurðina og leyfið marengsinum að kólna inni í ofninum í að minnsta kosti 2 klukkustundir. Njótið með þeyttum rjóma eða eitt og sér.