Nú nálgast bolludagurinn óðfluga og hlakka margir til að gúffa í sig bollum á mánudaginn, og jafnvel fyrr. Bollur eru ekki leyfilegar á ketó-mataræðinu, en hér er uppskrift að ketó-bollum sem gefa hinum ekkert eftir.
Hráefni:
1 stórt egg
1/8 tsk. cream of tartar
43 g rjómaostur, mjúkur
stevía eftir smekk
Aðferð:
Hitið ofninn í 190°C og setjið smjörpappír á ofnplötu. Skiljið eggin og stífþeytið eggjahvítuna og cream of tartar í tandurhreinni skál. Blandið eggjarauðunni og rjómaosti vel saman, sem og smá stevíu. Blandið eggjahvítunni varlega saman við eggjarauðublönduna en passið ykkur að sprengja ekki allar loftbólurnar í hvítunni. Setjið í sprautupoka og sprautið um það bil 10 bollum á plötuna með góðu millibili. Bakið í 10 mínútur. Lækkið síðan hitann í 150°C og bakið í fimmtán mínútur til viðbótar. Ekki opna ofninn fyrr en baksturstíminn er búinn.