Á ketó er gott að hafa fitubombur við hendina til að halda uppi fituinntöku yfir daginn, þar sem matarlystin er ekki mikil yfir daginn. Það er heldur ekki verra ef þær eru góðar.
Hérna er einföld uppskrift af kókoskúlum – kókó lókó. Ég nota Lakanto síróp, en ég er einmitt með leik á Instagram og í verðlaun er dásamlegur Lakanto sírópskútur.
Hráefni:
1 bolli kókosmjöl
¼ bolli kókosolía
1 msk. síróp
½ tsk. vanilla
Aðferð:
Öllu hrært saman í blandara. Búnar til litlar kúlur úr blöndunni og þær kældar. Síðan er hægt að skreyta þær með sykurlausu súkkulaði ef þess er óskað.