Þessi dásamlega kaka er mjög einföld í bakstri og tilvalin í næsta afmæli.
Hráefni:
260 g mjúkt smjör
1½ bolli sykur
¾ bolli púðursykur
3 egg
1 msk. vanilludropar
3 bollar hveiti
1½ tsk. salt
1 tsk. lyftiduft
2¼ bolli hvítt súkkulaði, grófsaxað
1 bolli kökuskraut
Aðferð:
Hitið ofninn í 175°C. Smyrjið ílangt kökuform, sirka 33 sentímetra langt, og klæðið það með smjörpappír. Blandið hveiti, salti og lyftidufti saman í skál. Þeytið smjör, sykur og púðursykur saman í annarri skál. Bætið vanilludropum og eggjum saman við og þeytið vel. Bætið hveitiblöndunni saman við og hrærið. Blandið 1½ bolla af hvítu súkkulaði saman við með sleif eða sleikju sem og ¾ bolla af kökuskrauti. Hellið deiginu í formið og skreytið með ¼ bolla af súkkulaði og restinni af kökuskrautinu. Bakið í um 30 mínútur. Kælið. Bræðið restina af súkkulaðinu og skreytið kökuna með því.