„Ég fór fyrst í megrun þegar ég var níu ára gömul. Ég var alltaf þybbnari en hin börnin en þetta fór úr böndunum þegar ég komst á kynþrosaskeiðið,“ segir Ashley Jagla í pistli á vefsíðunni Women’s Health.
„Þegar ég var tólf ára þurfti ég að takast á við margar breytingar. Móðir mín gifti sig aftur og ég var ekki lengur einkadóttir hennar. Ég fékk mér meira magn af mat til að lifa af en þegar ég var fimmtán ára var ég 115 kíló. Ég stundaði það að borða í laumi, sem ég gerði fram á fullorðinsár.“
https://www.instagram.com/p/BsvTHoUAPxW/
Ashley eignaðist dóttur þegar hún var 27 ára gömul og var þá tæplega 135 kíló. Hún ákvað að breyta um lífsstíl og minnkaði skyndibita og sætindi.
„Á nokkrum mánuðum var ég komin niður í 127 kíló og mér fannst ég loksins vera að taka framförum þannig að ég ákvað að spíta í lófana með ketó-mataræðinu. Og til að ég stæði við það opnaði ég Instagram-reikning til að fylgjast með ferlinu,“ segir Ashley og heldur áfram.
„Ég valdi ketó af því að ég var 28 ára og þjáðist af gigt og aukakílóin gerðu það erfitt að sofa, mér leið eins og ég væri að kremjast. Og ég hafði heyrt að ketó væri fljótvirkari lausn til að grennast. Til að bæta gráu ofan á svart var ég með skert sykurþol og blóðsykurseklu.“
https://www.instagram.com/p/BsqOK8BAEkQ/
Ashley byrjaði á því sem er kallað „skítugur“ ketó-kúr. Hún borðaði allt sem var lágkolvetna, þó það væri ekki hollt. Hún gerði þetta í þrjár vikur og sneri sér síðan að hollari valkostum. Í dag lítur matseðill hennar fyrir daginn svona út:
Morgunmatur: Egg og lárpera
Hádegismatur: Túnfiskur og aspas eða kjúklingur og brokkolí
Kvöldmatur: Borgari eða steik með grænmeti og salati
Snarl: Ber, ostur, hnetusmjör og próteinstykki
Hún sér ekki eftir að hafa orðið ketó.
„Þetta mataræði var besta ákvörðun sem ég hef tekið. Á innan við mánuði leið mér betur í liðunum og blóðsykurinn varð eðlilegur. Ég gat loksins leikið við börnin mín án þess að finna til og horft á heila bíómynd með fjölskyldunni án þess að vera illt,“ segir Ashley. Þá gat hún einnig betur stundað líkamsrækt.
https://www.instagram.com/p/BsQmONJg85D/
„Á síðasta ári gat ég ekki hlaupið lengur en í níutíu sekúndur en núna hleyp ég að minnsta kosti fimm sinnum í viku í einn eða einn og hálfan klukkutíma í senn. Ég er meira að segja að æfa fyrir hálfmaraþon.“
Ashley hefur verið á ketó-mataræðinu í heilt ár og búin að léttast um tæplega 55 kíló.
„Ég er svo stolt af velgengninni á ketó-kúrnum – ekki bara út af þyngdartapi heldur út af muninum á heilsunni. Auðvitað koma dagar þar sem ég vil háma í mig skyndibita og kolvetni en ég minni mig alltaf á að mig langar ekki að líða jafn illa og og mér leið áður en ég breytti um lífsstíl. Loksins er ég við stjórnvölin í eigin lífi og mig langar að halda því þannig.“
https://www.instagram.com/p/BseuP-UgDgl/