fbpx
Laugardagur 15.mars 2025
Matur

Kasjúkjúklingur með blómkálshrísgrjónum

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Föstudaginn 15. febrúar 2019 17:30

Nammi, namm.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þessi réttur er afskaplega bragðgóður, svo ekki sé minnst á hve ofureinfaldur hann er.

Kasjúkjúklingur

Hráefni:

1 blómkálshaus, skorinn smátt
2 msk. sesamolía
salt
¼ „sweet“ chili-sósa
3 msk. sojasósa
1 msk. Sriracha
1 hvítlauksgeiri, smátt saxaður
safi úr 1 súraldin
2 rauðar paprikur, skornar í sneiðar
1 stór kúrbítur, skorinn í hálfmánasneiðar
450 g kjúklingabringur, skornar í bita
½ bolli kasjúhnetur
vorlaukur, þunnt skorinn

Aðferð:

Setjið blómkál í matvinnsluvél og rífið þar til blómkálið minnir á hrísgrjón. Hitið 1 matskeið af olíunni á pönnu yfir meðalhita. Bætið blómkálshrísgrjónum út í og saltið. Eldið í 5 mínútur og setjið til hliðar. Blandið chili-sósu, sojasósu, Sriracha, hvítlauk og súraldinsafa saman í skál. Setjið restina af olíunni á pönnuna og hitið yfir meðalhita. Setjið papriku og kúrbít á pönnuna og eldið í 3 mínútur. Bætið síðan kjúklingnum og sósu saman við og eldið í um 10 mínútur til viðbótar. Blandið kasjúhnetum saman við. Skreytið með vorlauk og berið fram með blómkálshrísgrjónum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Salah jafnaði metið
Matur
04.04.2024

Þetta eru matvælin sem sögð eru virka eins og megrunarlyfin vinsælu

Þetta eru matvælin sem sögð eru virka eins og megrunarlyfin vinsælu
Matur
03.04.2024

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna
Matur
10.02.2024

Vatnsdeigsbollur með lakkrís og hindberjum að hætti Elenoru

Vatnsdeigsbollur með lakkrís og hindberjum að hætti Elenoru
Matur
28.01.2024

Olympíuleikarnir í matreiðslu hefjast á laugardag – Íslenska kokkalandsliðið ætlar í verðlaunasæti

Olympíuleikarnir í matreiðslu hefjast á laugardag – Íslenska kokkalandsliðið ætlar í verðlaunasæti