Hér er svolítið sem er algjörlega búið að slá í gegn á mínu heimili. Ég er að tala um ketó-pítubrauð og sykurlausa pítsusósu. Mikil hamingja með þetta, enda afar gott.
Pítubrauð – Hráefni:
½ bolli möndlumjöl
2 msk. kókoshveiti
¼ tsk. matarsódi
¼ tsk. salt
2 tsk. husk
½ bolli heitt vatn
2 egg
2 msk. ólífuolía
Aðferð:
Sameina þurrefni við blaut og nota ¼ bolla mæliskeið til að moka mixinu á ofnplötu. Baka við 175°C í 18 mínútur.
Sykurlaus pítusósa – Hráefni:
4 msk. mæjónes
2 msk. sýrður rjómi (18%)
1 tsk. oreganó
1 tsk. sykurlaust síróp
salt og pipar
Aðferð:
Öllu blandað saman og smurt á pítuna.