fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Matur

Komdu ástinni á óvart með þessum Bailey‘s brúnkum

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Fimmtudaginn 14. febrúar 2019 14:00

Virkilega góðar þessar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í dag er Valentínusardagurinn, amerísk hefð sem hefur náð einhverri fótfestu á Íslandi. Það er því tilvalið að koma ástinni á óvart með þessum Bailey‘s brúnkum.

Bailey‘s brúnka

Brúnka – Hráefni:

115 g smjör
1 bolli sykur
2 egg
1 tsk. vanilludropar
1/3 bolli kakó
½ bolli hveiti
¼ tsk. salt
¼ tsk. lyftiduft

Krem – Hráefni:

½ bolli sæt dósamjólk („sweetened condensed milk“)
1¾ bolli mjólkursúkkulaði, grófsaxað
¼ bolli Bailey‘s
½ tsk. vanilludropar
smá salt

Aðferð:

Hitið ofninn í 175°C og smyrjið form sem er sirka tuttugu sentímetra stórt. Bræðið smjörið í stórum potti. Takið af hitanum og hrærið sykri, eggjum og vanilludropum saman við. Blandið kakói, hveiti, salti og lyftidufti saman við deigið. Hellið deiginu í formið og bakið í 25 til 30 mínútur. Leyfið kökunni að kólna áður en kremið er sett á. Blandið öllum hráefnum í kremið saman í skál. Hitið yfir vatnsbaði og hrærið þar til súkkulaðið er bráðnað. Hellið kreminu ofan á kökuna og setjið í ísskáp þar til kremið hefur storknað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
29.03.2024

Þessar matartegundir er hjálplegt að borða áður en þú ferð að djamma

Þessar matartegundir er hjálplegt að borða áður en þú ferð að djamma
Matur
18.03.2024

Rjómalagað pasta með kjúkling og sveppum

Rjómalagað pasta með kjúkling og sveppum
Matur
18.11.2023

„Sælkerar landsins! Sjá ég færi ykkur fögnuð“

„Sælkerar landsins! Sjá ég færi ykkur fögnuð“
Matur
05.11.2023

Guðdómleg perubaka

Guðdómleg perubaka