fbpx
Þriðjudagur 08.apríl 2025
Matur

Kjúklingaréttur sem inniheldur aðeins 300 kaloríur

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Fimmtudaginn 14. febrúar 2019 17:00

Þessi er góður.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þessi réttur er einstaklega bragðgóður og hentar vel þeim sem telja hitaeiningar, en í hverjum skammti eru aðeins 313 hitaeiningar.

Apríkósu kjúklingur

Hráefni:

1 msk. ólífuolía
4 kjúklingalæri
¾ tsk. salt
¾ tsk. pipar
½ bolli kjúklingasoð
¼ bolli apríkósusulta
1 msk. Dijon sinnep
2 bollar gulrætur, smátt skornar
4 tsk. fersk salvía, söxuð
1 msk. hvítlaukur, þunnt skorinn
2 msk. smjör

Aðferð:

Hitið olíu í stórri pönnu yfir meðalhita. Kryddið kjúklinginn með ½ teskeið af salti og ½ teskeið af pipar. Setjið kjúklinginn á pönnuna og eldið í 3 mínútur á hvorri hlið, eða þar til hann hefur brúnast. Takið kjúklinginn af pönnunni og setjið til hliðar. Blandið soði, sultu og sinnepi saman í skál og þeytið. Setjið gulrætur, salvíu og hvítlauk á pönnuna og steikið í 4 mínútur. Bætið apríkósublöndunni og kjúklingnum saman við. Lækkið hitann aðeins, setjið lok á pönnuna og eldið í 8 mínútur, eða þar til kjúklingurinn er fulleldaður. Takið af pönnunni og setjið á diska. Bætið restinni af saltinu og piparnum sem og smjörinu á pönnuna og hrærið þar til smjörið bráðnar. Hellið sósunni yfir kjúklinginn og skreytið með salvíu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Enginn treystir Trump

Nýlegt

Matur
03.08.2024

Hvað kostar 12″ pizzan víðs vegar um landið?

Hvað kostar 12″ pizzan víðs vegar um landið?
KynningMatur
28.07.2024

Ný ásýnd Orku rakar inn verðlaunum

Ný ásýnd Orku rakar inn verðlaunum