Smákökubakstur þarf ekki að einskorðast við jólin og því kynnum við þessar hveiti- og smjörlausu smákökur sem eru gjörsamlega geggjaðar.
Hráefni:
2½ bolli flórsykur
¾ bolli kakó
¼ tsk. salt
4 eggjahvítur
½ tsk. vanilludropar
1½ bolli súkkulaðibitar (eða grófsaxað súkkulaði)
Aðferð:
Hitið ofninn í 175°C og setjið smjörpappír á tvær ofnplötur. Smyrjið smjörpappírinn létt eða spreyið hann með bökunarspreyi. Blandið flórsykri, kakói og salti saman í skál. Bætið eggjahvítum og vanilludropum saman við og blandið síðan súkkulaðinu saman við með sleif eða sleikju. Hvílið deigið við stofuhita í 20 mínútur. Takið ykkur skeið í hönd og búið til hringlaga kökur á ofnplöturnar með góðu millibili. Bakið í 10 til 12 mínútur. Leyfið að kólna í nokkrar mínútur og njótið.