Þessar litlu dúllur eru æðislegar hvenær sem er dags og gjörsamlega bráðna í munni.
Hráefni:
1 bolli hveiti
1 bolli haframjöl
¾ bolli púðursykur
1 tsk. matarsódi
¼ tsk. salt
10 msk. smjör
1 tsk. vanilludropar
½ bolli mjólkursúkkulaði, grófsaxað
½ bolli dökkt súkkulaði, grófsaxað
32 rjómakaramellur
½ bolli rjómi
sjávarsalt
Aðferð:
Hitið ofninn í 175°C og setjið smjörpappír í botninn á formi sem er sirka 20 sinnum 20 sentímetra stórt. Bræðið smjörið í örbylgjuofni, blandið vanilludropum saman við og kælið lítið eitt. Blandið hveiti, haframjöli, púðursykri, matarsóda og salti saman í skál og hellið smjörinu yfir. Blandið vel saman. Setjið helminginn af blöndunni í botninn á forminu og bakið í 10 mínútur. Blandið karamellum og rjóma saman í skál sem þolir örbylgjuofn og bræðið í 30 sekúndna hollum. Hrærið vel á milli. Dreifið súkkulaðinu yfir bakaða botninn og hellið karamellublöndunni síðan yfir. Stráið smá sjávarsalti yfir og síðan restinni af kökudeiginu. Setjið aftur inn í ofn og bakið í 15 til 20 mínútur. Leyfið kökunni að kólna alveg áður en þið skerið hana í litla, sæta bita.