Nú styttist í Valentínusardaginn en einhverjir halda hann hátiðlegan á ári hverju. Hér er uppskrift að fallega bleikum ástardrykk sem er fullkominn á þessum sérstaka degi.
Hráefni:
4 bollar nýmjólk
1 bolli hvítt súkkulaði, grófsaxað
salt
1/4 bolli kirsuberjasafi
1 tsk. vanilludropar
175 ml vanilluvodka
þeyttur rjómi
kökuskraut
kirsuber
Aðferð:
Setjið mjólk, súkkulaði og salt í meðalstóran pott. Hitið yfir lágum hita og hrærið í þar til súkkulaðið er bráðnað. Takið af hitanum og blandið safa, vanilludropum og vodka saman við. Deilið á milli glasa og skreytið með þeyttum rjóma, kökuskrauti og kirsuberjum.