Quesadilla er dásamlegur réttur, stútfullur af osti og yndisauka. Hér eru mjög einföld útgáfa af þessum vinsæla rétti sem minnir um margt á pítsu. Ekki skemmir fyrir að það tekur enga stund að töfra þetta fram.
Hráefni:
tortilla-pönnukökur
pítsasósa
rifinn ostur
álegg að eigin vali – til dæmis skinka, pepperóní eða grænmeti.
Aðferð:
Setjið pönnu á hellu og hitið yfir meðalhita. Gott er að setja nokkra dropa af olíu á pönnuna. Dreifið pítsasósunni yfir helming tortilla-kökunnar. Stráið rifnum osti yfir sósuna og því áleggi sem þið veljið. Drissið síðan aðeins meiri osti yfir áleggið. Leggið helminginn sem er ekki með sósu yfir ostinn og búið til hálfmána. Steikið í 2 til 3 mínútur á hvorri hlið, eða þar til tortilla-kakan brúnast og osturinn bráðnar.