Það er að koma helgi og þá er tilvalið að bjóða í brönsj og gleðjast saman yfir gómsætum mat. Hér er uppskrift að bestu pönnukökum sem við höfum smakkað sem svíkja engan.
Hráefni:
1 bolli hveiti
4 msk. sykur
2 tsk. lyftiduft
½ tsk. salt
¾ bolli mjólk
1¼. tsk vanilludropar
6 msk. smjör (jafnvel meira)
Aðferð:
Blandið þurrefnunum saman í skál. Þeytið mjólk og vanilludropa saman. Blandið síðan þurrefnunum varlega saman við. Setjið pönnu á hellu og hitið 1 matskeið af smjöri yfir meðalhita. Steikið pönnukökurnar á pönnunni en passið að bæta alltaf við smjöri ef þarf þar sem brúnir pönnukökunnar eiga að vera umluktar smjöri. Snúið pönnukökunum við þegar að margar, litlar loftbólur myndast á toppinum. Steikið þær í sirka tvær mínútur og aftur, passið að pannan verði aldrei þurr og smjörlaus.