fbpx
Miðvikudagur 25.desember 2024
Matur

Bestu pönnukökur í heimi: Sjáið uppskriftina

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Föstudaginn 1. febrúar 2019 18:00

Þykkar og gómsætar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er að koma helgi og þá er tilvalið að bjóða í brönsj og gleðjast saman yfir gómsætum mat. Hér er uppskrift að bestu pönnukökum sem við höfum smakkað sem svíkja engan.

Bestu pönnukökurnar

Hráefni:

1 bolli hveiti
4 msk. sykur
2 tsk. lyftiduft
½ tsk. salt
¾ bolli mjólk
1¼. tsk vanilludropar
6 msk. smjör (jafnvel meira)

Aðferð:

Blandið þurrefnunum saman í skál. Þeytið mjólk og vanilludropa saman. Blandið síðan þurrefnunum varlega saman við. Setjið pönnu á hellu og hitið 1 matskeið af smjöri yfir meðalhita. Steikið pönnukökurnar á pönnunni en passið að bæta alltaf við smjöri ef þarf þar sem brúnir pönnukökunnar eiga að vera umluktar smjöri. Snúið pönnukökunum við þegar að margar, litlar loftbólur myndast á toppinum. Steikið þær í sirka tvær mínútur og aftur, passið að pannan verði aldrei þurr og smjörlaus.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
04.04.2024

Þetta eru matvælin sem sögð eru virka eins og megrunarlyfin vinsælu

Þetta eru matvælin sem sögð eru virka eins og megrunarlyfin vinsælu
Matur
03.04.2024

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna