fbpx
Mánudagur 06.janúar 2025
Matur

Ef þú geymir eggin þín svona ertu að gera stór mistök

DV Matur
Þriðjudaginn 3. desember 2019 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í flestum ísskápum eru sérstakar eggjahillur í hurðinni og því geyma margir eggin sín þar. Samkvæmt grein Daily Mail eru það hins vegar stór mistök að mati sérfræðinga.

Ef egg eru geymd í hurðinni í ísskápnum skemmast þau fyrr. En af hverju? Jú, ástæðan er einföld. Hurðin á ísskápnum er opnuð í tíma og ótíma og stundum haldið opinni í smá stund. Það þýðir að miklar hitabreytingar geta átt sér stað á því svæði. Ef það er eitthvað sem er óvinur eggja eru það miklar sveiflur í hitastigi og því geta þau skemmst fyrr en ella.

Þá er einnig gott að hafa í huga að það er ekki gott að geyma eggin við hliðina á hráu kjöti vegna krossmengunar. Besta leiðin til að geyma egg er raunar ekki í ísskápnum heldur fyrir utan hann í rými sem er um það bil 20°C heitt. Þannig geymast eggin í eina til tvær vikur. Fyrir þá sem klára eggin ekki á þeim tíma er gott að koma þeim fyrir í hillu í ísskápnum, helst í miðjunni. Þá þarf að hafa í huga að taka ekki eggin úr ísskápnum nema eigi að neyta þeirra því egg skemmast hraðar ef þau eru tekin úr kulda og sett aftur inn í hann stuttu síðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
18.07.2024

Skíthæll í Costco vekur hlátur

Skíthæll í Costco vekur hlátur
Matur
13.07.2024

Ertu með frábæra uppskrift að brauðtertu? Þá getur þú orðið Íslandsmeistari og fengið glæsileg verðlaun

Ertu með frábæra uppskrift að brauðtertu? Þá getur þú orðið Íslandsmeistari og fengið glæsileg verðlaun
Matur
28.01.2024

Olympíuleikarnir í matreiðslu hefjast á laugardag – Íslenska kokkalandsliðið ætlar í verðlaunasæti

Olympíuleikarnir í matreiðslu hefjast á laugardag – Íslenska kokkalandsliðið ætlar í verðlaunasæti
Matur
25.01.2024

Eldabuskan breytir matarvenjum fólks

Eldabuskan breytir matarvenjum fólks
Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn