fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Matur

Draumakökur fyrir fólk á ketó: „Nú mega jólin koma á mínum bæ“

Ketóhornið
Mánudaginn 23. desember 2019 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég er alltaf að leita að þessari fullkomnu súkkulaðibitaköku og nú held ég að hún sé komin. Nú mega jólin koma á mínum bæ.

Það er eitt sem ég tengi mikið við jólin en það eru Nóa Siríus appelsínuhnappar. Til að ná þessari nostalgíu bætti ég appelsínudropum í kökurnar og ekkert annað en Sukrin mjólkursúkkulaði kom til greina.

Súkkulaðibitakökur

Hráefni:

¼ bolli golden sæta, t.d. Sukrin Gold
¼ bolli fínmöluð sæta, t.d. Sukrin Melis
1 egg
1/3 bolli brætt smjör
1 tsk. vanilludropar
1 tsk. appelsínudropar
1½ bolli möndlumjöl
½ tsk. lyftiduft
¼ tsk. salt
2 stykki Sukrin mjólkursúkkulaði, grófsaxað

Aðferð:

Hitið ofninn í 160°C. Sæta og egg hrært vel saman þar til blandan er létt og ljós. Smjörinu er bætt út í þegar það hefur náð stofuhita og því næst dropunum. Loks er þurrefnunum blandað vel saman við og svo súkkulaðinu saxaða. Síðan bý ég til litlar kúlur úr deiginu og raða á ofnplötu sem klædd er smjörpappír. Úr þessari uppskrift fást um 22 kökur. Gott er að ýta létt á þær áður en þær fara inn í ofn þar sem þær breiða ekki mikið úr sér. Bakið í 12 til 14 mínútur. Leyfið kökunum að kólna – þær eru mjög mjúkar fyrst en stífna svo.

Endilega fylgið mér á Instagram þar sem ég dúndra reglulega inn uppskriftum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
25.06.2024

Domino’s býður upp á nakta pizzu

Domino’s býður upp á nakta pizzu
Matur
22.06.2024

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar
Matur
03.04.2024

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna
Matur
01.04.2024

Tveir veitingastaðir koma nýir á listann yfir þá 10 bestu í Reykjavík

Tveir veitingastaðir koma nýir á listann yfir þá 10 bestu í Reykjavík
Matur
10.01.2024

Þjóðarréttur Íslendinga valinn sá versti í heimi

Þjóðarréttur Íslendinga valinn sá versti í heimi
Matur
27.12.2023

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram
Matur
06.12.2023

Pylsutilboðið vinsæla hjá Costco er dýrast á Íslandi

Pylsutilboðið vinsæla hjá Costco er dýrast á Íslandi
Matur
05.12.2023

Þriðjudagstilboð Domino´s hækkar í þriðja sinn á rúmum tveimur árum

Þriðjudagstilboð Domino´s hækkar í þriðja sinn á rúmum tveimur árum