Ég er alltaf að leita að þessari fullkomnu súkkulaðibitaköku og nú held ég að hún sé komin. Nú mega jólin koma á mínum bæ.
Það er eitt sem ég tengi mikið við jólin en það eru Nóa Siríus appelsínuhnappar. Til að ná þessari nostalgíu bætti ég appelsínudropum í kökurnar og ekkert annað en Sukrin mjólkursúkkulaði kom til greina.
Hráefni:
¼ bolli golden sæta, t.d. Sukrin Gold
¼ bolli fínmöluð sæta, t.d. Sukrin Melis
1 egg
1/3 bolli brætt smjör
1 tsk. vanilludropar
1 tsk. appelsínudropar
1½ bolli möndlumjöl
½ tsk. lyftiduft
¼ tsk. salt
2 stykki Sukrin mjólkursúkkulaði, grófsaxað
Aðferð:
Hitið ofninn í 160°C. Sæta og egg hrært vel saman þar til blandan er létt og ljós. Smjörinu er bætt út í þegar það hefur náð stofuhita og því næst dropunum. Loks er þurrefnunum blandað vel saman við og svo súkkulaðinu saxaða. Síðan bý ég til litlar kúlur úr deiginu og raða á ofnplötu sem klædd er smjörpappír. Úr þessari uppskrift fást um 22 kökur. Gott er að ýta létt á þær áður en þær fara inn í ofn þar sem þær breiða ekki mikið úr sér. Bakið í 12 til 14 mínútur. Leyfið kökunum að kólna – þær eru mjög mjúkar fyrst en stífna svo.