fbpx
Föstudagur 25.apríl 2025
Matur

Þið trúið því ekki að þetta lasagna sé ketó

DV Matur
Miðvikudaginn 11. desember 2019 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Við rákumst á þessa uppskrift að ketó lasagna á matarvefnum Delish og bara urðum að deila henni með öllum ketóliðunum þarna úti.

Ketó lasagna

Pastaplötur – Hráefni:

225 g rjómaostur
3 stór egg
2 bollar rifinn ostur
1/2 bolli rifinn parmesan ostur
salt og pipar

Fylling – Hráefni:

1 msk. ólífuolía
1/2 laukur, saxaður
3 hvítlauksgeirar, smátt saxaðir
1 msk. tómatpúrra
450 g hakk
salt og pipar
3/4 bolli pastasósa
1 tsk. þurrkað oreganó
chili flögur
450 g kotasæla
1 1/2 bolli rifinn ostur
1/2 bolli rifinn parmesan ostur
fersk steinselja, til að skreyta með

Aðferð:

Hitið ofninn í 175°C og smyrjið eldfast mót. Setjið smjörpappír á ofnplötu. Byrjum á pastaplötunum. Bræðið rjómaost, ost og parmesan í örbylgjuofni þanga til allt er bráðnað. Blandið vel saman og látið kólna lítið eitt, blandið síðan eggjunum saman við. Saltið og piprið. Dreifið úr blöndunni á plötuna og bakið í 15 til 20 mínútur. Látið kólna.

Hitið olíu í pönnu yfir meðalhita. Bætið lauk út í og eldið í 5 mínútur. Bætið hvítlauk saman við og eldið í 1 mínútu til viðbótar. Bætið púrru saman við og blandið vel saman. Bætið hakki út í og saltið og piprið. Eldið í um 6 mínútur og hellið síðan vökvanum af. Setjið pönnuna aftur á helluna og bætið pastasósuna saman við. Hitið í gegn og kryddið með salti, pipar og chili flögum. Skerið pastaplöturnar í tvennt og skerið hvorn hluta í þrennt. Setjið þokkalegt magn af hakksósunni í eldfasta mótið og raðið 2 pastaplötum ofan á. Setjið lag af kotasælu yfir plöturnar og síðan lag af kjötsósunni. Stráið osti yfir. Endurtakið þar til allt er komið og endið á að skreyta með parmesan osti. Bakið í um 30 mínútur, skreytið með steinselju og berið fram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
15.12.2024

Hvað er í jólamatinn á Norðurlöndunum? Fjölbreytni og hefðir ráða ríkjum

Hvað er í jólamatinn á Norðurlöndunum? Fjölbreytni og hefðir ráða ríkjum
Matur
17.11.2024

Að tala við „Lækninn í eldhúsinu“ er eins og að eiga samtal við uppskriftabók

Að tala við „Lækninn í eldhúsinu“ er eins og að eiga samtal við uppskriftabók
Matur
10.09.2024

Segir að máltíð dagsins á Subway hafi hækkað um 100% – Hagnaður í fyrra 128 milljónir

Segir að máltíð dagsins á Subway hafi hækkað um 100% – Hagnaður í fyrra 128 milljónir
Matur
02.09.2024

Vonsvikin með viðbragðstíma Wolt og vældi í netverjum – Viðbrögðin líklega meiri vonbrigði

Vonsvikin með viðbragðstíma Wolt og vældi í netverjum – Viðbrögðin líklega meiri vonbrigði
Matur
25.06.2024

Domino’s býður upp á nakta pizzu

Domino’s býður upp á nakta pizzu
Matur
22.06.2024

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar
Matur
03.04.2024

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna
Matur
01.04.2024

Tveir veitingastaðir koma nýir á listann yfir þá 10 bestu í Reykjavík

Tveir veitingastaðir koma nýir á listann yfir þá 10 bestu í Reykjavík