Það er víst ógurlegt veður að ganga yfir landið og þá er nauðsynlegt að halda sig innan dyra. Það er margt hægt að gera sér til dundurs inni, til dæmis að baka. Við á matarvefnum mælum heils hugar með þessum æðislegu súkkulaðibitakökum.
Hráefni:
1½ bolli púðursykur
115 g mjúkt smjör
½ bolli ólífuolía
½ bolli sykur
2 stór egg
1 msk. vanilludropar
3 bollar hveiti
2 tsk. lyftiduft
1 tsk. matarsódi
1 tsk. sjávarsalt
3½ bolli dökkt súkkulaði, grófsaxað
Aðferð:
Hitið ofninn í 190°C og setjið smjörpappír á ofnplötu. Blandið púðursykri, smjöri, olíu og sykri saman þar til allt er vel blandað saman. Bætið eggjum og vanilludropum saman við þar til allt er blandað saman. Blandið þurrefnum saman í sérskál og blandið því síðan saman við eggjablönduna. Blandið súkkulaðibitunum saman við. Búið til kúlur úr deiginu og raðið með jöfnu millibili á ofnplötur. Gott er einnig að kæla deigið áður en þetta er gert. Bakið kökurnar í um ellefu mínútur og stráið sjávarsalti yfir þær um leið og þær koma úr ofninum.