Það er kalt, það er rok – hreint út sagt skítaveður. Þá er um að gera að ylja sér inni með bolla af heitu súkkulaði – því besta í heimi.
Hráefni:
¼ bolli kakó
½ bolli sykur
½ tsk. salt
1/3 bolli vatn
4 bollar mjólk
1 tsk. vanilludropar
Hráefni:
Blandið þurrefnum saman í potti. Bætið við vatni og náið upp suðu. Látið sjóða í eina mínútu. Bætið mjólk saman við og hitið að þeim hita sem þið viljið hafa kakóið. Takið af hitanum og bætið við vanilludropum. Hrærið vel og berið fram með þeyttum rjóma og jafnvel sykurpúðum.