fbpx
Miðvikudagur 02.apríl 2025
Matur

Epískar Mars smákökur með leynihráefni

DV Matur
Mánudaginn 2. desember 2019 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú er aðventan loksins hafin og margir sem byrjaðir eru að baka jólasmákökurnar. Hér eru dásamlegar dúllur á ferð sem eru stútfullar af Mars-i og innihalda leynihráefni, sem er búðingsduft en það gerir kökurnar dúnmjúkar og ómótstæðilegar.

Epískar Mars-smákökur

Hráefni:

155 g mjúkt smjör
½ bolli púðursykur
¼ bolli sykur
1 pakki Royal-vanillubúðingur
¼ tsk. vanilludropar
1 egg
1 ½ bolli hveiti
½ tsk. lyftiduft
½ tsk. matarsódi
¼ tsk. sjávarsalt
2–3 Mars-súkkulaði (grófsaxað)

Aðferð:

Hitið ofninn í 180°C og setjið smjörpappír á ofnplötur. Blandið smjöri, púðursykri og sykri mjög vel saman. Bætið því næst vanillubúðingnum saman við. Bætið vanilludropum og eggi vel saman við. Blandið hveiti, lyftidufti, matarsóda og salti vel saman í annarri skál og bætið því næst út í smjörblönduna. Blandið Mars-bitum varlega saman við með sleif eða sleikju. Raðið kökunum á plöturnar og bakið í 10-12 mínútur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
03.08.2024

Hvað kostar 12″ pizzan víðs vegar um landið?

Hvað kostar 12″ pizzan víðs vegar um landið?
KynningMatur
28.07.2024

Ný ásýnd Orku rakar inn verðlaunum

Ný ásýnd Orku rakar inn verðlaunum