fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Matur

Þú þarft bara 3 hráefni til að búa til þetta æðislega nammi

DV Matur
Þriðjudaginn 26. nóvember 2019 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú styttist heldur betur í jólin og margir sem búa til konfekt fyrir jólahátíðina. Þessir nammibitar hér fyrir neðan eru sjúklega einfaldir því aðeins þarf þrjú hráefni til að töfra þá fram. Svo ekki sé minnst á að þeir eru hollir líka. Algjör snilld!

Döðlugott

Hráefni:

11–12 döðlur, án steins og látnar liggja í bleyti í 5 mínútur
1½ bolli hnetur að eigin vali
1 bolli dökkt súkkulaði, brætt

Aðferð:

Klæðið form sem er sirka 20×20 sentímetra stórt með smjörpappír. Setjið döðlur og hnetur í matvinnsluvél og vinnið þar til blandan verður klístruð og glittir í hnetubita hér og þar. Dreifið úr blöndunni í formið og þrýstið henni vel út í alla kanta. Hellið bræddu súkkulaði yfir herlegheitin. Setjið stykkin í frysti í 10 mínútur eða ísskáp í 20 mínútur svo súkkulaðið harðni. Skerið síðan í bita og njótið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
29.08.2024

Simmi Vill mætir með nýjung á Kjúklingafestival ársins

Simmi Vill mætir með nýjung á Kjúklingafestival ársins
Matur
03.08.2024

Hvað kostar 12″ pizzan víðs vegar um landið?

Hvað kostar 12″ pizzan víðs vegar um landið?
Matur
22.06.2024

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar
Matur
18.06.2024

Bjóða upp á hamborgara frá ýmsum heimshornum

Bjóða upp á hamborgara frá ýmsum heimshornum
Matur
18.03.2024

Rjómalagað pasta með kjúkling og sveppum

Rjómalagað pasta með kjúkling og sveppum
Matur
15.03.2024

Kjúklingur í rjómalagaðri sósu

Kjúklingur í rjómalagaðri sósu
Matur
27.12.2023

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram
KynningMatur
22.12.2023

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb