fbpx
Mánudagur 06.janúar 2025
Matur

Súpan sem gerir góðan dag enn betri – Uppskrift

DV Matur
Mánudaginn 25. nóvember 2019 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar kólnar í veðri er fátt betra en að ylja sér með góðri súpu. Við rákumst á þessa uppskrift að gulrótar- og kóríandersúpu á matarvefnum Delish og bara urðum að deila henni með lesendum.

Gulrótar- og kóríandersúpa

Hráefni:

900 g gulrætur, skornar í litla bita
4 msk. ólífuolía
1 tsk. þurrkaður kóríander
salt og pipar
1 stór rauðlaukur, saxaður
2 hvítlauksgeirar, smátt saxaðir
1 jalapeño, smátt saxaður
¼ bolli ferskur kóríander – skerið lauf frá stilkum en geymið stilkana
6 bollar grænmetissoð
chili flögur
læmsneiðar, til að bera fram með

Aðferð:

Hitið ofninn í 220°C. Blandið gulrótarbitum saman við 2 matskeiðar af olíu, þurrkaðan kóríander, salt og pipar. Dreifið úr þessu á ofnplötu sem klædd er með smjörpappír. Bakið í um þrjátíu mínútur. Hitið restina af olíunni í stórum potti yfir meðalhita. Bætið rauðlauk út í og eldið í um fimm mínútur. Bætið hvítlauk, jalapeño og kóríanderstilkum saman við. Eldið í um mínútu. Bætið soði, kóríanderlaufum, chili flögum og gulrótarbitum saman við. Náið upp suðu, lækkið síðan hitann og látið malla í korter. Notið töfrasprota til að mauka súpuna. Skreytið með kóríanderlaufum og læmsneiðum og berið fram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
18.07.2024

Skíthæll í Costco vekur hlátur

Skíthæll í Costco vekur hlátur
Matur
13.07.2024

Ertu með frábæra uppskrift að brauðtertu? Þá getur þú orðið Íslandsmeistari og fengið glæsileg verðlaun

Ertu með frábæra uppskrift að brauðtertu? Þá getur þú orðið Íslandsmeistari og fengið glæsileg verðlaun
Matur
28.01.2024

Olympíuleikarnir í matreiðslu hefjast á laugardag – Íslenska kokkalandsliðið ætlar í verðlaunasæti

Olympíuleikarnir í matreiðslu hefjast á laugardag – Íslenska kokkalandsliðið ætlar í verðlaunasæti
Matur
25.01.2024

Eldabuskan breytir matarvenjum fólks

Eldabuskan breytir matarvenjum fólks
Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn