Á vafri okkar um netið fundum við þessa æðislegu uppskrift að ítalskri fiskikássu með polenta-graut á matarsíðunni Epicurious. Við bara urðum að deila uppskriftinni með okkur því hér er á ferð fullkomin haustréttur.
Hráefni:
450 g hvítur fiskur, skorinn í bita
salt og pipar
1 msk. nýkreistur sítrónusafi
1 msk. rauðvínsedik
½ tsk. Dijon sinnep
3 msk. ólífuolía
1 bolli þurr polenta
1 hvítlauksgeiri, maukaður
1 meðalstóra, gul paprika, skorin í bita
1 meðalstór kúrbítur, skorinn í bita
1 búnt kirsuberjatómatar, skornir í helminga
1 msk. ferskt basil (eða 1 tsk. þurrkað)
1 tsk. ferskt oreganó (eða ½ tsk. þurrkað)
Aðferð:
Saltið og piprið fiskinn. Blandið sítrónusafa, ediki, sinnepi og 2 matskeiðum af olíu saman í meðalstórri skál. Bætið fisknum út í og blandið saman. Kælið. Eldið polenta-graut samkvæmt leiðbeiningum á pakka. Hitið restina af olíunni á stórri pönnu yfir meðalhita. Steikið hvítlaukinn í um tvær mínútur en passið að hræra vel í. Setjið hvítlauk á disk. Eldið papriku í sömu pönnu og hrærið reglulega þar til paprikan er mjúk, eða í um 3 mínútur. Bætið kúrbít saman við og eldið í 3 mínútur. Lækkið hitann og bætið tómötum, hvítlauk, fisk og ediksósunni saman við, sem og basil og oreganó. Saltið og piprið. Setjið lok á pönnuna og eldið þar til fiskurinn er eldaður í gegn, eða í um 5 mínútur. Deilið polenta-graut í skálar og skreytið með fiskikássunni. Skreytið með basil og oreganó.