fbpx
Fimmtudagur 21.nóvember 2024
Matur

Kvöldmaturinn klár á hálftíma – Ómótstæðilegur fiskréttur ættaður frá Ítalíu

DV Matur
Þriðjudaginn 12. nóvember 2019 16:29

Girnilegt. Mynd: Skjáskot YouTube @Epicurious

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á vafri okkar um netið fundum við þessa æðislegu uppskrift að ítalskri fiskikássu með polenta-graut á matarsíðunni Epicurious. Við bara urðum að deila uppskriftinni með okkur því hér er á ferð fullkomin haustréttur.

Ítölsk fiskikássa

Hráefni:

450 g hvítur fiskur, skorinn í bita
salt og pipar
1 msk. nýkreistur sítrónusafi
1 msk. rauðvínsedik
½ tsk. Dijon sinnep
3 msk. ólífuolía
1 bolli þurr polenta
1 hvítlauksgeiri, maukaður
1 meðalstóra, gul paprika, skorin í bita
1 meðalstór kúrbítur, skorinn í bita
1 búnt kirsuberjatómatar, skornir í helminga
1 msk. ferskt basil (eða 1 tsk. þurrkað)
1 tsk. ferskt oreganó (eða ½ tsk. þurrkað)

Aðferð:

Saltið og piprið fiskinn. Blandið sítrónusafa, ediki, sinnepi og 2 matskeiðum af olíu saman í meðalstórri skál. Bætið fisknum út í og blandið saman. Kælið. Eldið polenta-graut samkvæmt leiðbeiningum á pakka. Hitið restina af olíunni á stórri pönnu yfir meðalhita. Steikið hvítlaukinn í um tvær mínútur en passið að hræra vel í. Setjið hvítlauk á disk. Eldið papriku í sömu pönnu og hrærið reglulega þar til paprikan er mjúk, eða í um 3 mínútur. Bætið kúrbít saman við og eldið í 3 mínútur. Lækkið hitann og bætið tómötum, hvítlauk, fisk og ediksósunni saman við, sem og basil og oreganó. Saltið og piprið. Setjið lok á pönnuna og eldið þar til fiskurinn er eldaður í gegn, eða í um 5 mínútur. Deilið polenta-graut í skálar og skreytið með fiskikássunni. Skreytið með basil og oreganó.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
25.06.2024

Domino’s býður upp á nakta pizzu

Domino’s býður upp á nakta pizzu
Matur
22.06.2024

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar
Matur
03.04.2024

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna
Matur
01.04.2024

Tveir veitingastaðir koma nýir á listann yfir þá 10 bestu í Reykjavík

Tveir veitingastaðir koma nýir á listann yfir þá 10 bestu í Reykjavík
Matur
10.01.2024

Þjóðarréttur Íslendinga valinn sá versti í heimi

Þjóðarréttur Íslendinga valinn sá versti í heimi
Matur
27.12.2023

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram
Matur
06.12.2023

Pylsutilboðið vinsæla hjá Costco er dýrast á Íslandi

Pylsutilboðið vinsæla hjá Costco er dýrast á Íslandi
Matur
05.12.2023

Þriðjudagstilboð Domino´s hækkar í þriðja sinn á rúmum tveimur árum

Þriðjudagstilboð Domino´s hækkar í þriðja sinn á rúmum tveimur árum