fbpx
Miðvikudagur 25.desember 2024
Matur

Pönnukökurnar sem þú þarft í líf þitt

DV Matur
Föstudaginn 8. nóvember 2019 11:30

Fullkomið góðgæti um helgar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er ofboðslega kósí að drattast fram úr á náttfötunum um helgar og búa til pönnukökur, sérstaklega þegar að farið er að kólna í veðri. Við rákumst á þessa pönnukökuuppskrift á matarvefnum Delish og getum staðfest að þessar pönnukökur eru gómsætar.

Epla pönnukökur

Hráefni:

1 1/3 bolli hveiti
1½ tsk. lyftiduft
1½ tsk. kanill
1 msk. sykur
½ tsk. salt
4 msk. smjör + smjör til að steikja upp úr
1 egg
1 tsk. vanilludropar
1¼ bolli mjólk
4 stór epli, afhýdd og skorin í bita
½ bolli púðursykur

Aðferð:

Blandið hveiti, lyftidufti, 1 teskeið af kanil, sykri og salti saman í meðalstórri skál. Bræðið 2 matskeiðar af smjöri. Blandið eggjarauðu, vanilludropum, mjólk og brædda smjörinu saman í annarri skál. Blandið þurrefnunum varlega saman við og blandið síðan 1 og hálfum bolla af eplunum saman við. Stífþeytið eggjahvítuna og blandið henni síðan varlega saman við deigið þar til allt er blandað saman. Bræðið restina af smjörinu á pönnu og setjið epli, púðursykur, restina af kanil og ¼ bolla af vatni á pönnuna. Eldið þar til eplin eru orðin mjúk og blandan minnir á sultu, eða í um 10 til 15 mínútur. Bræðið 1 matskeið af smjöri yfir meðalhita. Hellið um ¼ bolla af pönnukökudeigi á pönnuna og snúið eftir 1 til 2 mínútur. Steikið þar til kakan er gullinbrún. Endurtakið með restina af deiginu og berið pönnukökurnar fram með eplablöndunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
04.04.2024

Þetta eru matvælin sem sögð eru virka eins og megrunarlyfin vinsælu

Þetta eru matvælin sem sögð eru virka eins og megrunarlyfin vinsælu
Matur
03.04.2024

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna