Við rákumst á þessa uppskrift á vefsíðunni Delish og urðum ástfangin. Um er að ræða geggjaðan blómkálsrétt sem er einstaklega einfaldur og hentar grænmetisætunum þarna úti.
Hráefni:
1 stór blómkálshaus, skorinn í þunnar sneiðar
3 msk. ólífuolía
salt og pipar
1½ bolli pítsa- eða pastasósa
¼ bolli rifinn parmesan ostur
1 bolli rifinn ostur
¼ bolli fersk basillauf
chili flögur
Aðferð:
Hitið ofninn í 220°C og raðið blómkálssneiðunum í einfalda röð á ofnplötu. Penslið báðar hliðar með olíu. Saltið og piprið. Bakið í um 35 mínútur og snúið við þegar að tíminn er hálfnaður. Takið úr ofninum og dreifið sósunni, ostinum og helmingnum af parmesan ostinum yfir sneiðarnar. Setjið á grillstillingu og grillið þar til osturinn er bráðinn og gullinbrúnn, eða í um 3 mínútur. Berið fram með restinni af parmesan ostinum, basil og chili flögum.