Útvarpsmaðurinn góðkunni Freyr Eyjólfsson er mikill stuðningsmaður hafragrautsins enda grauturinn annálaður fyrir hollustu sína, eins og sjá má hér.
Freyr birtir uppskrift af hafragraut á Twitter og spyr hvort um sé að ræða hinn fullkomna hafragraut. Dæmi nú hver fyrir sig en uppskriftin er svona:
Írskir ómalaðir hafrar, látnir liggja í vatni yfir nótt
Grófir, malaðir hafrar
Eplabitar
Salt
Rúsínur
Kókos
Kanill
Allt soðið saman í 1-2 mín í vatni og haframjólk
Blanda út í:
Valhnetur
Frostþurrkuð jarðarber
Bláber
Chia-fræ
Bananar
Freyr segist almennt vera fylgjandi einfaldleika í matargerð. „Ekki of mikið mix. Svona eins og tónlist og hljóðvinnsla. En það má samt spinna smá með hafragrautinn. Hann er mjög opinn, velkominn og grúvar vel með allskonar dóti.“