Það er hægt að nota ýmis hráefni í stað þeirra sem eiga að vera í uppskriftum þannig að maður hefur engar afsakanir fyrir að henda sér ekki inn í eldhús og byrja að baka.
Ég á ekki til LYFTIDUFT
Blandaðu saman 1/4 teskeið af matarsóda og 1/2 teskeið af „cream of tartar“ fyrir hverja teskeið af lyftidufti.
Ég á ekki PÚÐURSYKUR
Notaðu 1 bolla af hvítum sykri EÐA 1 1/4 bolla af flórsykri fyrir 1 bolla af púðursykri.
Ég á ekki EGG
Notaðu 3 matskeiðar af majónesi EÐA hálfan, maukaðan banana blandaðan við 1/2 teskeið af lyftidufti EÐA 2 matskeiðar vatn + 1 matskeið olía + 2 teskeiðar lyftiduft fyrir eitt egg.
Ég á ekki SÍTRÓNUSAFA
Notaðu 1/2 teskeið af ediki EÐA eina teskeið af hvítvíni fyrir eina teskeið af sítrónusafa.
Ég á ekki SÝRÐAN RJÓMA
Notaðu 1 bolla af grískri jógúrt EÐA 3/4 bolla af súrmjólk blandaða saman við 75 grömm af smjöri fyrir 1 bolla af sýrðum rjóma.
Ég á ekki SYKUR
Notaðu 1 bolla af púðursykri EÐA 1 1/4 bolla af flórsykri EÐA 3/4 bolla af hunangi EÐA 3/4 bolla af sírópi fyrir 1 bolla af sykri.
Ég á ekki SÚRMJÓLK
Blandaðu 1 bolla af léttmjólk saman við 1 matskeið af sítrónusafa eða ediki fyrir 1 bolla af súrmjólk.
Ég á ekki HUNANG
Blandaðu 3/4 bolla hlynsírópi saman við 1/2 bolla af hvítum sykri fyrir 1 bolla af hunangi.
Ég á ekki SMJÖR
Notaðu 7/8 bolla af olíu fyrir 225 grömm af smjöri.
Ég á ekki MAÍSSTERKJU
Notaðu 2 matskeiðar af hveiti fyrir 1 matskeið af maíssterkju.
Ég á ekki NÝMJÓLK
Blandaðu 1 bolla af vatni saman við 1 1/2 teskeið af smjöri fyrir 1 bolla af nýmjólk.
Ég á ekki RJÓMA
Bræddu 75 grömm af ósöltuðu smjöri og blandaðu saman við 3/4 bolla mjólk fyrir 1 bolla af rjóma. Þetta kemur þó ekki í staðinn fyrir þeyttan rjóma.