fbpx
Mánudagur 06.janúar 2025
Matur

Ekki hætta við ef þú átt ekki eitthvað til – Það er ýmislegt hægt að gera til að redda sér í eldhúsinu

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Sunnudaginn 27. október 2019 11:30

Það er allt hægt ef viljinn er fyrir hendi, eða svona nánast allt.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er hægt að nota ýmis hráefni í stað þeirra sem eiga að vera í uppskriftum þannig að maður hefur engar afsakanir fyrir að henda sér ekki inn í eldhús og byrja að baka.

Ég á ekki til LYFTIDUFT
Blandaðu saman 1/4 teskeið af matarsóda og 1/2 teskeið af „cream of tartar“ fyrir hverja teskeið af lyftidufti.

Ég á ekki PÚÐURSYKUR
Notaðu 1 bolla af hvítum sykri EÐA 1 1/4 bolla af flórsykri fyrir 1 bolla af púðursykri.

Ég á ekki EGG
Notaðu 3 matskeiðar af majónesi EÐA hálfan, maukaðan banana blandaðan við 1/2 teskeið af lyftidufti EÐA 2 matskeiðar vatn + 1 matskeið olía + 2 teskeiðar lyftiduft fyrir eitt egg.

Ég á ekki SÍTRÓNUSAFA
Notaðu 1/2 teskeið af ediki EÐA eina teskeið af hvítvíni fyrir eina teskeið af sítrónusafa.

Ég á ekki SÝRÐAN RJÓMA
Notaðu 1 bolla af grískri jógúrt EÐA 3/4 bolla af súrmjólk blandaða saman við 75 grömm af smjöri fyrir 1 bolla af sýrðum rjóma.

Ég á ekki SYKUR
Notaðu 1 bolla af púðursykri EÐA 1 1/4 bolla af flórsykri EÐA 3/4 bolla af hunangi EÐA 3/4 bolla af sírópi fyrir 1 bolla af sykri.

Ég á ekki SÚRMJÓLK
Blandaðu 1 bolla af léttmjólk saman við 1 matskeið af sítrónusafa eða ediki fyrir 1 bolla af súrmjólk.

Ég á ekki HUNANG
Blandaðu 3/4 bolla hlynsírópi saman við 1/2 bolla af hvítum sykri fyrir 1 bolla af hunangi.

Ég á ekki SMJÖR
Notaðu 7/8 bolla af olíu fyrir 225 grömm af smjöri.

Ég á ekki MAÍSSTERKJU
Notaðu 2 matskeiðar af hveiti fyrir 1 matskeið af maíssterkju.

Ég á ekki NÝMJÓLK
Blandaðu 1 bolla af vatni saman við 1 1/2 teskeið af smjöri fyrir 1 bolla af nýmjólk.

Ég á ekki RJÓMA
Bræddu 75 grömm af ósöltuðu smjöri og blandaðu saman við 3/4 bolla mjólk fyrir 1 bolla af rjóma. Þetta kemur þó ekki í staðinn fyrir þeyttan rjóma.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
18.07.2024

Skíthæll í Costco vekur hlátur

Skíthæll í Costco vekur hlátur
Matur
13.07.2024

Ertu með frábæra uppskrift að brauðtertu? Þá getur þú orðið Íslandsmeistari og fengið glæsileg verðlaun

Ertu með frábæra uppskrift að brauðtertu? Þá getur þú orðið Íslandsmeistari og fengið glæsileg verðlaun
Matur
28.01.2024

Olympíuleikarnir í matreiðslu hefjast á laugardag – Íslenska kokkalandsliðið ætlar í verðlaunasæti

Olympíuleikarnir í matreiðslu hefjast á laugardag – Íslenska kokkalandsliðið ætlar í verðlaunasæti
Matur
25.01.2024

Eldabuskan breytir matarvenjum fólks

Eldabuskan breytir matarvenjum fólks
Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn