Við rákumst á þessa uppskrift á matarvefnum Delish og bara urðum að deila henni með ykkur.
Hráefni:
340 g spagettí
2 msk ólífuolía
680 g rækjur, hreinsaðar
¾ tsk salt
½ tsk pipar
6 msk nýkreistur sítrónusafi
2 msk smjör
3 hvítlauksgeirar, saxaðir
225 g rjómaostur
¼ bolli steinselja, söxuð
Aðferð:
Sjóðið spagettí samkvæmt leiðbeiningum á pakka. Takið vatnið af en haldið eftir sirka einum bolla af pastavatni. Setjið spagettíið aftur í pottinn. Hitið olíuna í stórri pönnu. Setjið rækjur út í og saltið og piprið. Eldið í um fjórar mínútur, eða þar til rækjurnar eru eldaðar í gegn. Bætið 2 matskeiðum af sítrónusafa og blandið saman. Takið rækjurnar af pönnunni og geymið á disk. Bræðið smjör í sömu pönnu. Setjið hvítlauk út í og eldið í um þrjátíu sekúndur. Setjið restina af sítrónusafanum og eldið í um 1 mínútu. Blandið ¾ bolla af pastavatninu og rjómaostinum saman við. Náið upp suðu og hrærið stanslaust þar til rjómaosturinn er alveg bráðnaður. Bætið pasta og rækjum saman við og hrærið. Bætið meira af pastavatni saman við ef sósan er of þykk. Saltið og piprið eftir smakk. Skreytið með steinselju og berið fram, jafnvel með sítrónubátum.