Íþrótta- og fjölmiðlamaðurinn Tim Tebow hefur fylgt ketó-mataræðinu síðastliðin sjö ár.
„Ég var einn af þeim fyrstu sem ég vissi um til að prófa ketó árið 2012,“ sagði hann við People.
Þjálfarinn hans kynnti hann fyrir mataræðinu og hefur hann fylgt því síðan. Það má því reikna með að hann er gjörsamlega með það á hreinu. Það er þó ein máltíð sem hann saknar. Pítsan sem mamma hans gerir.
„Pítsan var gerð með alveg risa skorpu. Við höfum þurft að breyta deiginu til að gera hana ketó,“ segir hann.
Nú þegar ketó nýtur mikilla vinsælda er auðvelt að bæði búa til ketó pítsu heima og fara eftir hinum ýmsu uppskriftum, en einnig fara á skyndibitastaði og kaupa tilbúna ketó pítsu.
Tim Tebow var nýlega gestur hjá Rachael Ray til að spjalla um ketó lífsstílinn.
https://www.instagram.com/p/B3Z_lmmgBAw/?utm_source=ig_embed&utm_campaign=dlfix