Hvað er betra en hollur og góður morgunmatur? Vel skipulagður hollur og góður morgunmatur.
Ef þú hefur lítinn tíma á morgnanna eða vilt nýta morgnanna í annað en að undirbúa morgunmat þá er sniðugt að undirbúa hann kvöldið áður.
Hafragrautur er tilvalinn í það. Pick Up Limes deildi nýverið YouTube myndbandi þar sem hún fór yfir fimm mismunandi uppskriftir að svokölluðum „hafragraut yfir nóttu“ (e. overnight oats). Allir grautarnir eru vegan, saðsamir og gómsætir.
Það tekur aðeins örfáar mínútur að undirbúa grautinn. Þetta verður ekki einfaldara.
Horfðu á myndbandið hér að neðan.