fbpx
Þriðjudagur 28.janúar 2025
Matur

Þessi eftirréttur slær öll met

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Miðvikudaginn 9. janúar 2019 15:30

Algjört lostæti.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stundum þarf maður að gera vel við sig í mat og þá er oft dásamlegt að enda máltíð á frábærum eftirrétti. Hér er einn slíkur, sem slær eiginlega öll met.

Eftirréttur eftirréttanna

Botn – Hráefni:

230 g mjúkt smjör
1 bolli sykur
1 tsk. vanilludropar
2¼ bolli hveiti
½ tsk. salt

Karamella – Hráefni:

600 g rjómakaramellur
½ bolli rjómi

Súkkulaði – Hráefni:

2 bollar súkkulaði, grófsaxað
sjávarsalt

Algjört dúndur.

Aðferð:

Hitið ofninn í 150°C. Takið til form sem er sirka 33 sentímetra langt og 23 sentímetra breitt. Klæðið formið með smjörpappír og smyrjið það með smjöri eða bökunarspreyi. Þeytið smjör og sykur vel saman þar til blandan er létt og ljós. Bætið hveiti og vanilludropum saman við. Þrýstið í botninn á forminu og stingið gat hér og þar með gaffli. Bakið þar til gullinbrúnt, eða í um hálftíma. Leyfið botninum að kólna alveg. Blandið rjóma og karamellu saman í potti og bræðið yfir lágum hita. Hellið yfir botninn og látið kólna. Bræðið súkkulaðið í örbylgjuofni í þrjátíu sekúndna hollum og hrærið alltaf á milli þar til súkkulaðið er silkimjúkt. Hellið yfir karamelluna og skreytið með sjávarsalti. Kælið í ísskáp í um hálftíma og skerið síðan í sneiðar eða bita.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Það versta í 17 ár
Matur
02.09.2024

Vel heppnað Kjúklingafestival

Vel heppnað Kjúklingafestival
Matur
29.08.2024

Simmi Vill mætir með nýjung á Kjúklingafestival ársins

Simmi Vill mætir með nýjung á Kjúklingafestival ársins
Matur
25.06.2024

Domino’s býður upp á nakta pizzu

Domino’s býður upp á nakta pizzu
Matur
22.06.2024

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar
Matur
29.03.2024

Þessar matartegundir er hjálplegt að borða áður en þú ferð að djamma

Þessar matartegundir er hjálplegt að borða áður en þú ferð að djamma
Matur
18.03.2024

Rjómalagað pasta með kjúkling og sveppum

Rjómalagað pasta með kjúkling og sveppum
Matur
10.01.2024

Þjóðarréttur Íslendinga valinn sá versti í heimi

Þjóðarréttur Íslendinga valinn sá versti í heimi
Matur
27.12.2023

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram