Stundum þarf maður að gera vel við sig í mat og þá er oft dásamlegt að enda máltíð á frábærum eftirrétti. Hér er einn slíkur, sem slær eiginlega öll met.
Botn – Hráefni:
230 g mjúkt smjör
1 bolli sykur
1 tsk. vanilludropar
2¼ bolli hveiti
½ tsk. salt
Karamella – Hráefni:
600 g rjómakaramellur
½ bolli rjómi
Súkkulaði – Hráefni:
2 bollar súkkulaði, grófsaxað
sjávarsalt
Aðferð:
Hitið ofninn í 150°C. Takið til form sem er sirka 33 sentímetra langt og 23 sentímetra breitt. Klæðið formið með smjörpappír og smyrjið það með smjöri eða bökunarspreyi. Þeytið smjör og sykur vel saman þar til blandan er létt og ljós. Bætið hveiti og vanilludropum saman við. Þrýstið í botninn á forminu og stingið gat hér og þar með gaffli. Bakið þar til gullinbrúnt, eða í um hálftíma. Leyfið botninum að kólna alveg. Blandið rjóma og karamellu saman í potti og bræðið yfir lágum hita. Hellið yfir botninn og látið kólna. Bræðið súkkulaðið í örbylgjuofni í þrjátíu sekúndna hollum og hrærið alltaf á milli þar til súkkulaðið er silkimjúkt. Hellið yfir karamelluna og skreytið með sjávarsalti. Kælið í ísskáp í um hálftíma og skerið síðan í sneiðar eða bita.