Kjötbollur er klassískur réttur en hér er útgáfa af þeim sem er einstaklega bragðgóð og fljótlegt er að reiða þessar fram á matarborðið.
Hráefni:
700 g nautahakk
2 bollar rifinn ostur
½ bolli brauðrasp
2 msk. fersk steinselja, söxuð
2 hvítlauksgeirar, maukaðir
1 jalapeño pipar, fínsaxaður
1 stórt egg
1 tsk. kúmen
salt og pipar
1 msk. ólífuolía
½ laukur, saxaður
425 g maukaðir tómatar í dós
2 msk. chili pipar, saxaður
Aðferð:
Blandið saman hakki, 1 bolla af osti, brauðraspi, steinselju, hvítlauk, jalapeño, eggi og kúmen saman í skál og saltið og piprið. Blandið vel saman og mótið síðan kjötbollur úr blöndunni. Hitið olíuna yfir meðalhita á stórri pönnu. Raðið bollunum á pönnuna og steikið í 2 mínútur á hverri hlið. Færið bollurnar á disk. Bætið lauk á pönnu og steikið í 5 mínútur. Bætið maukuðum tómötum og chili út í og náið upp suðu í blöndunni. Lækkið hitann og setjið bollurnar aftur á pönnuna. Látið lok á pönnuna og látið malla þar til bollurnar eru eldaðar í gegn, í um 10 mínútur. Drissið restina af ostinum ofan á, setjið lokið á og látið malla í 2 mínútur. Skreytið með steinselju og berið fram.