Það er ofureinfalt að ofnbaka kjúkling og hægt að skreyta hann með alls kyns meðlæti þegar hann er borinn fram. Þessi ofnbakaði kjúklingur er afskaplega bragðsterkur og góður – fullkominn helgarmatur.
Hráefni:
1 msk. púðursykur
1 tsk. hvítlaukskrydd
1 tsk. paprikukrydd
1 tsk. salt
1 tsk. svartur pipar
ólífuolía
4 kjúklingabringur
1 sítróna, skorin í sneiðar
fersk steinselja, grófsöxuð
Aðferð:
Hitið ofninn í 190°C. Blandið sykri, hvítlauk, papriku, salti og pipar saman í skál. Drissið ólífuolíu yfir kjúklingabringurnar. Kryddið þær með kryddblöndunni þannig að bringurnar séu huldar í blöndunni. Raðið sítrónusneiðum á ofnplötu og raðið kjúklingabringunum ofan á þær. Bakið í um 25 mínútur, eða þar til kjúklingurinn er eldaður í gegn. Pakkið bringunum inn í álpappír og leyfið þeim að hvíla áður en þær eru bornar fram. Skreytið með steinselju og njótið.