fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Matur

Hrátt kökudeig sem þú getur gúffað í þig án þess að verða veikur

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Fimmtudaginn 31. janúar 2019 15:30

Kökudeig er gott.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hrátt kökudeig getur verið afskaplega gott, bæði eitt og sér og með ís eða öðrum eftirréttum. Það er hins vegar vafasamt að borða hrátt kökudeig og þarf að sleppa eggjum og baka hveitið. Hér er skotheld uppskrift að hráu kökudeigi sem er algjörlega óhætt að borða.

Kökudeig

Hráefni:

1¾ bolli hveiti
225 g mjúkt smjör
1¼ bolli ljós púðursykur
¼ bolli sykur
1 tsk. vanilludropar
½ tsk. salt
1–2 msk. mjólk (má sleppa)
½ bolli súkkulaði, grófsaxað

Aðferð:

Hitið ofninn í 175°C. Setjið smjörpappír á ofnplötu og dreifið úr hveitinu á plötunni. Bakið í 5 til 7 mínútur. Leyfið hveitinu á kólna og sigtið það síðan til að losna við kekki. Blandið smjöri, púðursykri, sykri, vanilludropum og salti vel saman í skál í 1 til 3 mínútur. Bætið hveitinu saman við smátt og smátt. Ef deigið er of stíft er mjólkinni bætt við. Hrærið súkkulaði saman við, en hægt er að nota hvað sem er í deigið, svo sem hnetusmjör, kökuskraut, nammi og kex. Deigið er best við stofuhita en geymist í ísskáp í allt að eina viku.

Möguleikarnir eru endalausir.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
29.03.2024

Þessar matartegundir er hjálplegt að borða áður en þú ferð að djamma

Þessar matartegundir er hjálplegt að borða áður en þú ferð að djamma
Matur
18.03.2024

Rjómalagað pasta með kjúkling og sveppum

Rjómalagað pasta með kjúkling og sveppum
Matur
18.11.2023

„Sælkerar landsins! Sjá ég færi ykkur fögnuð“

„Sælkerar landsins! Sjá ég færi ykkur fögnuð“
Matur
05.11.2023

Guðdómleg perubaka

Guðdómleg perubaka