Hrátt kökudeig getur verið afskaplega gott, bæði eitt og sér og með ís eða öðrum eftirréttum. Það er hins vegar vafasamt að borða hrátt kökudeig og þarf að sleppa eggjum og baka hveitið. Hér er skotheld uppskrift að hráu kökudeigi sem er algjörlega óhætt að borða.
Hráefni:
1¾ bolli hveiti
225 g mjúkt smjör
1¼ bolli ljós púðursykur
¼ bolli sykur
1 tsk. vanilludropar
½ tsk. salt
1–2 msk. mjólk (má sleppa)
½ bolli súkkulaði, grófsaxað
Aðferð:
Hitið ofninn í 175°C. Setjið smjörpappír á ofnplötu og dreifið úr hveitinu á plötunni. Bakið í 5 til 7 mínútur. Leyfið hveitinu á kólna og sigtið það síðan til að losna við kekki. Blandið smjöri, púðursykri, sykri, vanilludropum og salti vel saman í skál í 1 til 3 mínútur. Bætið hveitinu saman við smátt og smátt. Ef deigið er of stíft er mjólkinni bætt við. Hrærið súkkulaði saman við, en hægt er að nota hvað sem er í deigið, svo sem hnetusmjör, kökuskraut, nammi og kex. Deigið er best við stofuhita en geymist í ísskáp í allt að eina viku.