Kókoskúlur eiga sérstakan stað í hjörtum margra, en hér er einföld uppskrift að hollum kókoskúlum.
Hráefni:
1 bolli döðlur
1/2 bolli hafrar
1/2 bolli kasjúhnetur
1/2 bolli pekan hnetur
2 msk. kókos
2 msk. kakó
1 tsk. vanilludropar
1 msk. agave sýróp
Aðferð:
Allt sett í matvinnsluvél eða blandara. Þegar þetta er orðið einsog gott deig eru mótaðar kúlur. Kúlunum er svo velt uppúr kókos. Athugið að döðlurnar geta verið mismunandi. Ef þær eru ferskar er gott að taka steinana úr þeim. Ef notaðar eru döðlur úr pökkum er gott að leggja þær í bleyti í hálftíma áður en þær eru notaðar. Ef ekki gefst tími í það, má setja 1 msk af kókosolíu út í til að bleyta aðeins upp í deiginu.
Gæti varla verið einfaldara og fljótlegra.