Stundum er maður ekki alveg nógu svangur til að þurfa að elda heila máltíð og þá er gott að eiga uppskriftir að gómsætu snarli í bakhöndinni. Þessar franskar eru alveg fáránlega góðar og ylja manni svo sannarlega á köldum vetrarkvöldum.
Hráefni:
3–4 meðalstórar Russet-kartöflur
2 msk. lárperuolía
3–4 beikonsneiðar, steiktar og muldar niður
1 tsk. sjávarsalt
Ranch-sósa – Hráefni:
1 bolli mæjónes
1/3 bolli kókosmjólk
1 tsk. dill
½ tsk. sjávarsalt
1 tsk. laukkrydd
½ tsk. hvítlaukskrydd
¼ bolli „hot sauce“
Aðferð:
Flysjið kartöflurnar og skerið í lengjur eða báta. Setjið lengjurnar í skál og fyllið hana af vatni. Leyfið kartöflunum að liggja í bleyti í klukkustund. Hitið ofninn í 220°C og setjið smjörpappír á ofnplötu. Hellið vatninu af kartöflunum og þerrið þær með hreinu viskastykki. Setjið þær aftur í skál og blandið lárperuolíu saman við. Raðið kartöflunum á plötuna og ekki leyfa þeim að snertast. Bakið í 15 mínútur. Lækkið hitann í 175°C og bakið í 20 mínútur til viðbótar. Takið úr ofninum og stráið sjávarsalti og beikoni ofan á. Blandið öllum hráefnum í sósuna saman og berið hana fram með kartöflunum.