Pad Thai er mjög vinsæll réttur en það er ekkert mál að vippa honum upp heima við. Hér er skotheld uppskrift sem allir ættu að geta fylgt.
Sósa – Hráefni:
3 msk. sojasósa
2 msk. ostrusósa
1 msk. hvítvínsedik
1 msk. sykur
Önnur hráefni:
150 g kjúklingur, skorinn í bita (eða annað prótein)
2 msk. sojasósa
1 tsk. maíssterkja
2 msk. sólblómaolía
½ brokkolíhaus, skorinn í bita
2–3 hvítlauksgeirar, smátt saxaðir
½ tsk. hvítur pipar
2 meðalstór egg, þeytt
325 g hrísgrjónanúðlur, soðnar
Aðferð:
Setjið kjúkling, sojasósu og maíssterkju í skál og blandið vel saman. Leyfið þessu að marinerast í fimm mínútur og blandið öllu saman í sósuna á meðan. Blandið öllum hráefnum í sósuna vel saman. Takið til wok pönnu, eða hefðbundna pönnu, og hitið yfir meðalhita. Hellið sólblómaolíunni á pönnuna þegar hún er orðin heit og steikið kjúklinginn þar til hann er eldaður. Takið kjúklinginn af pönnunni og setjið til hliðar. Þurrkið pönnuna með pappírsþurrku. Hækkið hitann og bíðið þar til pannan er brennandi heit. Bætið smá olíu á pönnuna og steikið hvítlaukinn í 10 sekúndur. Bætið síðan brokkolí saman við og steikið í 30 sekúndur. Bætið núðlum og kjúklingi saman við og steikið í 30 sekúndur. Færið blönduna á aðra hlið pönnunar og hellið eggjunum á hina hliðina. Eldið eggin á meðan þið hrærið í þeim og bætið síðan sósunni saman við. Blandið öllu vel saman og steikið í 30 sekúndur. Berið strax fram með hvítum pipar og jafnvel chili flögum.