fbpx
Laugardagur 15.mars 2025
Matur

Svona býrðu til Pad Thai

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Þriðjudaginn 29. janúar 2019 13:00

Pad Thai er klassískur réttur.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Pad Thai er mjög vinsæll réttur en það er ekkert mál að vippa honum upp heima við. Hér er skotheld uppskrift sem allir ættu að geta fylgt.

Pad Thai

Sósa – Hráefni:

3 msk. sojasósa
2 msk. ostrusósa
1 msk. hvítvínsedik
1 msk. sykur

Önnur hráefni:

150 g kjúklingur, skorinn í bita (eða annað prótein)
2 msk. sojasósa
1 tsk. maíssterkja
2 msk. sólblómaolía
½ brokkolíhaus, skorinn í bita
2–3 hvítlauksgeirar, smátt saxaðir
½ tsk. hvítur pipar
2 meðalstór egg, þeytt
325 g hrísgrjónanúðlur, soðnar

Aðferð:

Setjið kjúkling, sojasósu og maíssterkju í skál og blandið vel saman. Leyfið þessu að marinerast í fimm mínútur og blandið öllu saman í sósuna á meðan. Blandið öllum hráefnum í sósuna vel saman. Takið til wok pönnu, eða hefðbundna pönnu, og hitið yfir meðalhita. Hellið sólblómaolíunni á pönnuna þegar hún er orðin heit og steikið kjúklinginn þar til hann er eldaður. Takið kjúklinginn af pönnunni og setjið til hliðar. Þurrkið pönnuna með pappírsþurrku. Hækkið hitann og bíðið þar til pannan er brennandi heit. Bætið smá olíu á pönnuna og steikið hvítlaukinn í 10 sekúndur. Bætið síðan brokkolí saman við og steikið í 30 sekúndur. Bætið núðlum og kjúklingi saman við og steikið í 30 sekúndur. Færið blönduna á aðra hlið pönnunar og hellið eggjunum á hina hliðina. Eldið eggin á meðan þið hrærið í þeim og bætið síðan sósunni saman við. Blandið öllu vel saman og steikið í 30 sekúndur. Berið strax fram með hvítum pipar og jafnvel chili flögum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
04.04.2024

Þetta eru matvælin sem sögð eru virka eins og megrunarlyfin vinsælu

Þetta eru matvælin sem sögð eru virka eins og megrunarlyfin vinsælu
Matur
03.04.2024

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna
Matur
10.02.2024

Vatnsdeigsbollur með lakkrís og hindberjum að hætti Elenoru

Vatnsdeigsbollur með lakkrís og hindberjum að hætti Elenoru
Matur
28.01.2024

Olympíuleikarnir í matreiðslu hefjast á laugardag – Íslenska kokkalandsliðið ætlar í verðlaunasæti

Olympíuleikarnir í matreiðslu hefjast á laugardag – Íslenska kokkalandsliðið ætlar í verðlaunasæti