Það er ótrúlegt að hugsa til þess að þetta snakk sé hollt því það er svo svakalega gómsætt. Þetta hverfur eins og dögg fyrir sólu.
Hráefni:
1 stór þroskuð lárpera (avocado)
1 tsk. sítrónusafi
¾ bolli rifinn parmesan ostur
½ tsk. hvítlaukskrydd
½ tsk. ítalskt krydd
salt og pipar
Aðferð:
Hitið ofninn í 160°C og setjið smjörpappír á ofnplötu. Maukið lárperuna með gaffli í skál. Hrærið restinni af hráefnunum saman við og blandið vel saman. Raðið doppum af blöndunni á ofnplötuna og fletjið þær út með skeið. Bakið í 15 til 18 mínútur og leyfið snakkinu að kólna alveg áður en þið gúffið því í ykkur.