Þessar litlu kúlur leyna heldur betur á sér, en þær eru ekki aðeins gómsætar heldur er einstaklega einfalt að búa þær til. Svo er líka lítið mál að gera þær vegan fyrir þá sem eru grænkerar.
Hráefni:
1 bolli hnetusmjör
¼ bolli hlynsíróp
2–3 döðlur, án steins
¾ bolli dökkt súkkulaði
2 msk. mjólk að eigin vali
Aðferð:
Setjið döðlur í matvinnsluvél og vinnið þar til þær eru fínsaxaðar. Bætið hnetusmjöri og hlynsírópi saman við og blandið vel saman. Búið til kúlur úr blöndunni og raðið á smjörpappírsklæddan bakka. Setjið í frysti í 30 mínútur. Bræðið súkkulaði og mjólk saman yfir vatnsbaði. Hrærið stanslaust þar til blandan er silkimjúk. Súkkulaðihúðið hnetusmjörskúlurnar og setjið þær síðan aftur inn í frysti þar til súkkulaðið er storknað.