fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Matur

Hvað á að hafa í matinn? Ekki láta leiðinlegustu spurningu lífs þíns eyðileggja daginn

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Mánudaginn 28. janúar 2019 13:30

Litríkur matseðill.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er mánudagur sem þýðir að við á matarvefnum erum búin að setja saman hugmynd að vikumatseðlinum sem gæti linað þjáningar einhverra.

Mánudagur – Rækjuréttur með valhnetum

Uppskrift af Delish

Hráefni:

1 bolli vatn
1 bolli sykur
1 bolli valhnetur
450 g risarækjur, hreinsaðar
salt og pipar
2 stór egg, þeytt
1 bolli maíssterkja
grænmetisolía
¼ bolli mæjónes
2 msk. hunang
2 msk. rjómi
soðin hrísgrjón, til að bera fram með
saxaður vorlaukur, til að skreyta

Aðferð:

Setjið vatn og sykur í pott yfir meðalhita og náið upp suðu. Bætið valhnetum saman við og leyfið þessu að sjóða í 2 mínútur. Fjarlægið hneturnar og leyfið þeim að kólna á bakka. Saltið og piprið rækjurnar. Setjið eggin í grunna skál og maíssterkju í aðra skál. Dýfið rækjunum í eggin og síðan maíssterkjuna. Hitið slatta af olíu í stórri pönnu og steikið rækjurnar í um 3 til 4 mínútur. Leggið þær síðan á pappírsþurrku til þerris. Blandið mæjónes, hunangi og rjóma vel saman í skál. Blandið rækjunum saman við sósuna og berið fram með valhnetunum, hrísgrjónum og vorlauk.

Rækjuréttur.

Þriðjudagur – Vegan bollur í geggjaðri sósu

Uppskrift af Easy Cooking With Molly

Bollur – Hráefni:

1 meðalstór blómkálshaus
1 stór gulrót
2 msk. hveiti
½ bolli ólífuolía

Sósa – Hráefni:

1 stór laukur, skorinn smátt
1 tsk. hvítlaukur, smátt saxaður
1 tsk. engifer, rifið
6 litlar paprikur, skornar í litla bita
½ bolli vorlaukur, smátt saxaður
1 msk. sesamfræ
3 msk. sojasósa
1 msk. chili sósa
1 msk. edik
1 tsk .sykur
1 tsk. maíssterkja leyst upp í 3 msk af vatni (má sleppa)
¼ tsk. pipar
salt
2 msk. ólífuolía

Aðferð:

Byrjum á sósunni. Hitið 2 matskeiðar af olíu í pönnu. Steikið hvítlauk og engifer í 1 mínútu. Bætið lauk saman við og steikið í 2 mínútur. Bætið papriku og vorlauk saman við og steikið í 2 mínútur. Bætið sojasósu, ediki, chili sósu, salti og pipar saman við og hrærið vel saman. Lækkið hitann og leyfið þessu að malla í 3 mínútur. Setjið sósuna til hliðar. Skerið blómkál í bita og setjið það í matvinnsluvél. Saxið það í litla bita sem minna á hrísgrjón. Rífið niður gulrót og blandið henni saman við blómkál og hveiti. Hnoðið í höndunum og búið til bollur úr blöndunni. Hitið ½ bolla af olíu í potti eða pönnu og steikið bollurnar þar til þær eru fallega brúnar á öllum hliðum. Berið fram með sósunni.

Vegan-bollur.

Miðvikudagur – Ketó-kjúlli

Uppskrift að Recipe Szen

Hráefni:

2 stórar kjúklingabringur
½ bolli möndlumjöl
½ bolli rifinn parmesan ostur
1 bolli rifinn ostur
2 stór egg
2 msk. ólífuolía
1 bolli marinara sósa
1 tsk. salt
¼ tsk. pipar
½ tsk. hvítlaukskrydd
½ tsk. laukkrydd
¼ tsk. þurrkuð steinselja

Aðferð:

Setjið kjúklingabringur í plastfilmu eða poka og fletjið þær út með kjöthamri eða kökukefli. Blandið möndlumjöli, parmesan osti, salti, pipar, laukkryddi, hvítlaukskryddi og steinselju saman á disk og setjið til hliðar. Þeytið eggin í skál. Hyljið kjúklingabringurnar í möndlumjölsblöndunni. Dýfið þeim síðan í eggjablönduna og þekið aftur í möndlumjölsblöndunni. Setjið á disk og látið hvíla í fimmtán mínútur. Hitið olíu í pönnu yfir meðalhita. Steikið kjúklinginn í 2 mínútur á hvorri hlið. Hitið ofninn í 200°C og dreifið úr ½ bolla af marinara sósu í eldfast mót. Setjið kjúklinginn ofan á og hellið restinni af sósunni yfir. Dreifið rifnum osti yfir sósuna og bakið í 20 til 30 mínútur.

Ketó-kjúlli.

Fimmtudagur – Afgangasúpa

Uppskrift af Joe Eats

Hráefni:

1/3 bolli hvít hrísgrjón
2 msk. ólífuolía
1 lítill laukur
1 hvítlauksgeiri
1 msk. tómatpúrra
1 tsk. salt
½ tsk. pipar
1 dós maukaðir tómatar
2 bollar vatn
2 tsk. sykur
2 tsk. rauðvínsedik
85 g rjómaostur
ferskt basil

Aðferð:

Setjið vatn í pott og náið upp suðu. Sjóðið hrísgrjónin samkvæmt leiðbeiningum á pakka og setjið til hliðar. Hitið 2 matskeiðar af ólífuolíu yfir meðalhita í sama potti. Rífið niður lauk og hvítlauk og steikið ásamt salti og pipar í 2 til 3 mínútur. Blandið púrru saman við og hrærið. Steikið í 2 mínútur. Hellið tómötum, vatni og sykri saman við og hrærið vel. Látið malla í 10 mínútur. Þeytið rjómaostinum saman við sem og rauðvínsediki. Hrærið hrísgrjónum saman við og smakkið til. Berið fram með fersku basil.

Afgangasúpa.

Föstudagur – Quesadilla-borgari

Uppskrift af Delish

Hráefni:

450 g nautahakk
1 hvítlauksgeiri, smátt saxaður
1 jalapeño, smátt saxaður
1 tsk. chili krydd
salt og pipar
5 msk. grænmetisolía
8 litlar tortilla-kökur
1 ½ bolli rifinn cheddar ostur
1 ½ bolli rifinn ostur
1 ½ bolli rifið kál
1 bolli salsa sósa
½ bolli sýrður rjómi

Aðferð:

Blandið hakki, hvítlauk, jalapeño og chili kryddi saman í skál og saltið og piprið. Búið síðan til 4 buff úr blöndunni. Hitið 1 matskeið af olíu yfir meðalhita í stórri pönnu. Steikið buffin eins mikið og þið viljið. Setjið á disk til hliðar. Hitið 1 matskeið af olíunni á pönnunni og setjið tortilla-kökurnar á pönnuna. Toppið þær með osti og káli. Setjið buffin ofan á og síðan meiri ost, salsa sósu og smá sýrðan rjóma. Lokið borgaranum með annarri tortilla-köku. Steikið í 2 mínútur. Snúið við og steikið í 2 mínútur til viðbótar.

Quesadilla-borgari.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
29.08.2024

Simmi Vill mætir með nýjung á Kjúklingafestival ársins

Simmi Vill mætir með nýjung á Kjúklingafestival ársins
Matur
03.08.2024

Hvað kostar 12″ pizzan víðs vegar um landið?

Hvað kostar 12″ pizzan víðs vegar um landið?
Matur
22.06.2024

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar
Matur
18.06.2024

Bjóða upp á hamborgara frá ýmsum heimshornum

Bjóða upp á hamborgara frá ýmsum heimshornum
Matur
18.03.2024

Rjómalagað pasta með kjúkling og sveppum

Rjómalagað pasta með kjúkling og sveppum
Matur
15.03.2024

Kjúklingur í rjómalagaðri sósu

Kjúklingur í rjómalagaðri sósu
Matur
27.12.2023

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram
KynningMatur
22.12.2023

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb