Pítsa er helgarmatur hjá mörgum en hér er á ferð einstaklega einföld útgáfa sem þarf litla fyrirhöfn.
Hráefni:
450 g nautahakk
2 msk. taco krydd
salt og pipar
6 meðalstórar tortilla-kökur
1½ bolli baunakássa úr dós
1½ bolli rifinn ostur
½ bolli kirsuberjatómatar, skornir í tvennt
2 vorlaukar, þunnt skornir
¼ bolli svartar ólífur, skornar í sneiðar
sýrður rjómi
„hot sauce“
Aðferð:
Hitið ofninn í 190°C og setjið smjörpappír á 2 ofnplötur. Hitið pönnu yfir meðalhita. Eldið hakkið í um 6 mínútur og hellið fitunni af. Setjið aftur á helluna og bætið taco kryddi, salti og pipar við. Eldið í 1 mínútu og takið af hitanum. Setjið 3 tortilla-kökur á hvora ofnplötu. Skiptið baunakássunni á milli þeirra, sem og hakkinu og ostinum. Bakið í 10 til 12 mínútur og skreytið með tómötum, vorlauk, ólífum, sýrðum rjóma og „hot sauce“.