Eggjahrærur eru vinsæll morgunmatur, en hér er á ferð einstaklega bragðgóð eggjahræra sem á eftir að vekja mikla lukku hjá þeim sem hana borða.
Hráefni:
1 msk. ólífuolía
2 msk. laukur, smátt skorinn
½ bolli kirsuberjatómatar, skornir í tvennt
2 egg, þeytt
salt og pipar
¼ bolli fetaostur
1 msk. fersk steinselja, söxuð
Aðferð:
Kryddið eggin með salti og pipar og setjið til hliðar. Hitið olíu í pönnu yfir meðalhita. Steikið laukinn í um mínútu. Bætið tómötum saman við go steikið í 2 mínútur til viðbótar. Bætið eggjunum saman við og hrærið. Bætið feta osti og steinselju saman við eftir eina mínútu og hrærið öllu saman. Eldið í um hálfa mínútu til viðbótar. Setjið egg á disk og skreytið með feta osti, tómötum og steinselju.