Þessar kjötbollur eru umvafðar dásamlegri pestósósu, en ekki skemmir fyrir að þær eru bæði ketóvænar og glútenfríar.
Kjötbollur – Hráefni:
450 g kalkúnahakk
1 egg
¼ bolli ferskt basil + meira til að skreyta með
2 tsk. ítalskt krydd
2 tsk. ferskur hvítlaukur, smátt saxaður
1 tsk. sítrónubörkur, rifinn
½ tsk. sjávarsalt
4 tsk. kókoshveiti
½ bolli kjúklingasoð
4 litlir kúrbítar, skornir í núðlur
Sósa – Hráefni:
1/3 bolli valhnetur
2¼ bolli ferskt basil
2 msk. nýkreistur sítrónusafi
2 tsk. sítrónubörkur, rifinn
1 tsk. ferkur hvítlaukur, smátt saxaður
¾ tsk. sjávarsalt
2 msk. ólífuolía
6 msk. kókosmjólk
6 msk. kjúklingasoð
Aðferð:
Blandið öllum hráefnunum í kjötbollurnar, nema hveiti, soði og kúrbít, saman í skál. Bætið hveitinu saman við og hrærið vel. Búið til bollur úr blöndunni. Hitið stóra pönnu yfir meðalhita og brúnið kjötbollurnar á öllum hliðum, í um eina mínútu per hlið. Bætið kjúklingasoðinu saman við, lækkið hitann og setjið lok á pönnuna. Hrærið reglulega í blöndunni þar til bollurnar eru fulleldaðar, eða í um 8 til 11 mínútur. Á meðan bollurnar eldast setjið þið valhnetur í matvinnsluvél og saxið þær. Bætið hinum hráefnunum í sósuna, nema olíu, mjólk og soði, saman við og blandið. Hafið vélina í gangi og bætið olíunni varlega saman við. Hitið pönnu yfir meðalhita og setjið mjólkina og soðið á pönnuna. Blandið og náið upp suðu. Síðan er pestóblöndunni úr matvinnsluvélinni blandað vel saman við og látið sjóða í 1 mínútu. Munið að hræra stanslaust. Lækkið síðan hitann og látið malla í 2 til 3 mínútur, þar til sósan þykknar. Takið svo aðra pönnu og steikið kúrbítsnúðlurnar í 3 til 4 mínútur. Leggið á pappírsþurrku og kreistið vökva úr þeim. Bætið kjötbollunum út í pestósósuna og berið fram með núðlunum.