fbpx
Mánudagur 14.apríl 2025
Matur

Grillaður Bruschetta-kjúklingur sem slær öll met

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Þriðjudaginn 22. janúar 2019 19:00

Fáránlega girnilegt.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ertu hugmyndasnauð/ur þegar kemur að kvöldmatnum? Hér kemur svarið.

Bruschetta-kjúklingur

Hráefni:

4 msk. ólífuolía
safi úr 1 sítrónu
salt og pipar
1 tsk. ítalskt krydd eða þurrkað oreganó
4 kjúklingabringur
3 tómatar, saxaðir
2 hvítlauksgeirar, smátt saxaðir
1 msk. ferskt basil, saxað
4 sneiðar mozzarella ostur
rifinn parmesan ostur

Aðferð:

Blandið olíu, helmingnum af sítrónusafanum, 1 teskeið af salti, ¼ teskeið af pipar og ítalska kryddinu saman í lítilli skál og þeytið. Setjið sósuna í plastpoka ásamt kjúklingnum og kælið í ísskáp í þrjátíu mínútur. Setjið á grillstillingu í ofninum eða hitið grillið. Grillið kjúklinginn í um 5 til 7 mínútur á hvorri hlið. Blandið tómötum, hvítlauk, basil og restinni af sítrónusafanum saman í skál og kryddið með salti og pipar. Þegar kjúklingurinn er nánast tilbúinn er ein sneið af mozzarella osti látin á hverja bringu og osturinn látinn bráðna. Hver bringa er síðan skreytt með tómatablöndunni og rifnum parmesan osti og borin fram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
06.10.2024

Fat af soðnum vélindum vekur mikið umtal – „Þetta verð ég að smakka“ – „Heima fór þetta í hundana í bókstaflegri merkingu“

Fat af soðnum vélindum vekur mikið umtal – „Þetta verð ég að smakka“ – „Heima fór þetta í hundana í bókstaflegri merkingu“
Matur
17.09.2024

Skál komin á framtíðarheimili í hjarta miðborgarinnar

Skál komin á framtíðarheimili í hjarta miðborgarinnar
Matur
29.08.2024

Simmi Vill mætir með nýjung á Kjúklingafestival ársins

Simmi Vill mætir með nýjung á Kjúklingafestival ársins
Matur
03.08.2024

Hvað kostar 12″ pizzan víðs vegar um landið?

Hvað kostar 12″ pizzan víðs vegar um landið?
Matur
18.03.2024

Rjómalagað pasta með kjúkling og sveppum

Rjómalagað pasta með kjúkling og sveppum
Matur
15.03.2024

Kjúklingur í rjómalagaðri sósu

Kjúklingur í rjómalagaðri sósu